Handbolti

Átta liða úr­slitin á HM klár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zoe Sprengers og stöllur hennar í hollenska handboltalandsliðinu hafa unnið alla sína leiki á HM.
Zoe Sprengers og stöllur hennar í hollenska handboltalandsliðinu hafa unnið alla sína leiki á HM. getty/Marcel ter Bals

Keppni í milliriðlum á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta lauk í kvöld. Ljóst er hvaða lið mætast í átta liða úrslitum mótsins.

Holland tryggði sér toppsætið í milliriðli 3 með sigri á Frakklandi, 23-26. Hollendingar hafa unnið alla leiki sína á HM, flesta með miklum mun.

Í átta liða úrslitunum mætir Holland Ungverjalandi. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn. Sama dag mætast Danmörk og heimsmeistarar Frakklands. Leikirnir fara báðir fram í Rotterdam.

Evrópu- og Ólympíumeistarar Noregs mæta Svartfjallalandi í Dortmund á morgun. Þá eigast Þýskaland og Brasilía einnig við.

Úrslitahelgi mótsins verður svo leikin í Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×