Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 09:16 Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun