Áföllin hafi mótað sig Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 15:54 Katrín Jakobsdóttir snemma árs 2022 á blaðamannafundi tengdum Covid-19. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira