Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 09:40 Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári. Spjallþátturinn Sprengisandur hefst klukkan 10 á Bylgjunni og Kristján Kristjánsson mun stýra þættinum að venju. Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Áföll og áfallastjórnun Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, kemur í þáttinn klukkan 10. Katrín stýrði ríkisstjórn í 7 ár, en á þeim tíma gaus upp Covid, stríð braust út í Úkraínu, eldgos og jarðskjálftar á Suðurnesjum, snjóflóð á Flateyri og Neskaupstað og skriðuföll á Seyðisfirði svo eitthvað sé nefnt. Náttúruhamfarir og heimsfaraldur settu sinn lit á valdatið Katrínar Jakobsdóttur, sem gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ár. Vísir/Vilhelm Hjólað í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar Klukkan 10.30 takast þingmennirnir Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Jens Garðar Helgason á um nýja samgönguáætlun sem var kynnt í síðustu viku. Ríkisstjórnin boðar stórsókn en stjórnarandstaðan vill setja áætlunina aftur í vinnslu, hún sé ekki nægileg góð. Þingmennirnir Jens Garðar Helgason (D) og Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S).Samsett Mynd Samstaða Vesturlanda Klukkan 11 ræða Jón Ólafsson, prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands, og Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, um samstöðu vesturlanda í Úkraínustríðinu, sem hefur reynst erfið. Davíð Stefánsson formaður Varðbergs og Jón Ólafsson prófessor.Samsett Mynd Nú hafa Bandaríkjamenn gefið út nýja þjóðaröryggisstefnu sem undirstrikar breytingar af þeirra hálfu í varnar og öryggismálum, breytingar sem fela m.a. í sér ríkari viðskiptaáherslur en síður varnarstöðu fyrir vestrænu lýðræði. Rekur þetta enn einn fleyginn í samstarf Evrópu og Bandaríkjanna? Vill bæði lækka skatta og auka þjónustu Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kemur að lokum um klukkan 11.30 en Garðbæingar ætla sér að lækka skatta á næsta ári þegar bærinn fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli, samt er markmiðið að auka þjónustu og velsæld á sama tíma. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Vilhelm Sprengisandur Alþingi Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Rússland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Spjallþátturinn Sprengisandur hefst klukkan 10 á Bylgjunni og Kristján Kristjánsson mun stýra þættinum að venju. Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Áföll og áfallastjórnun Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, kemur í þáttinn klukkan 10. Katrín stýrði ríkisstjórn í 7 ár, en á þeim tíma gaus upp Covid, stríð braust út í Úkraínu, eldgos og jarðskjálftar á Suðurnesjum, snjóflóð á Flateyri og Neskaupstað og skriðuföll á Seyðisfirði svo eitthvað sé nefnt. Náttúruhamfarir og heimsfaraldur settu sinn lit á valdatið Katrínar Jakobsdóttur, sem gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ár. Vísir/Vilhelm Hjólað í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar Klukkan 10.30 takast þingmennirnir Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Jens Garðar Helgason á um nýja samgönguáætlun sem var kynnt í síðustu viku. Ríkisstjórnin boðar stórsókn en stjórnarandstaðan vill setja áætlunina aftur í vinnslu, hún sé ekki nægileg góð. Þingmennirnir Jens Garðar Helgason (D) og Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S).Samsett Mynd Samstaða Vesturlanda Klukkan 11 ræða Jón Ólafsson, prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands, og Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, um samstöðu vesturlanda í Úkraínustríðinu, sem hefur reynst erfið. Davíð Stefánsson formaður Varðbergs og Jón Ólafsson prófessor.Samsett Mynd Nú hafa Bandaríkjamenn gefið út nýja þjóðaröryggisstefnu sem undirstrikar breytingar af þeirra hálfu í varnar og öryggismálum, breytingar sem fela m.a. í sér ríkari viðskiptaáherslur en síður varnarstöðu fyrir vestrænu lýðræði. Rekur þetta enn einn fleyginn í samstarf Evrópu og Bandaríkjanna? Vill bæði lækka skatta og auka þjónustu Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kemur að lokum um klukkan 11.30 en Garðbæingar ætla sér að lækka skatta á næsta ári þegar bærinn fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli, samt er markmiðið að auka þjónustu og velsæld á sama tíma. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Vilhelm
Sprengisandur Alþingi Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Rússland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira