Sport

Ljónin átu Kú­rekana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jahmyr Gibbs og Jared Goff voru óstöðvandi í nótt.
Jahmyr Gibbs og Jared Goff voru óstöðvandi í nótt. vísir/getty

Gríðarlega mikilvægur leikur fór fram í NFL-deildinni í nótt er Detroit Lions tók á móti Dallas Cowboys.

Bæði lið eru ekki með sæti í úrslitakeppninni og þurfa að halda vel á spöðunum ef þau ætla inn í úrslitakeppnina. Það var því mikið undir.

Lions var betra liðið frá upphafi en Kúrekarnir komu til baka. Minnkuðu muninn mest í þrjú stig en þá stigu Ljónin aftur á bensínið og kláruðu leikinn sannfærandi, 44-30.

Jahmyr Gibbs, hlaupari Lions, var í ótrúlegu standi sem fyrr og skoraði þrjú snertimörk. Hann er nú búinn að jafna met goðsagnarinnar Barry Sanders yfir flest snertimörk á fyrstu þrem árum ferilsins.

Leikstjórnandinn Jared Goff átti einnig magnaðan leik. Útherjinn Amon Ra St. Brown spilaði mjög óvænt fjórum dögum eftir að hafa tognað illa á ökkla. Hann greip sex sendingar fyrir 92 jördum. Magnaður.

Dak Prescott, leikstjórnandi Cowboys, fékk að finna fyrir því í leiknum. Hann var alls felldur fimm sinnum og kastaði síðan boltanum tvisvar sinnum frá sér.

Stjörnuútherji liðsins, CeeDee Lamb, var magnaður og greip bolta fyrir 121 jard þar til hann fékk heilahristing. Má því ekki gera ráð fyrir honum í næsta leik Cowboys.

Lions er enn á bullandi lífi með að komast í úrslitakeppnina en brekkan hjá Cowboys er orðin ansi brött eftir þetta tap.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×