Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2025 09:32 Singleton tók ekki annað í mál en að spila þremur dögum eftir krabbameinsgreiningu. Meinið hefur verið fjarlægt og hann er mættur aftur á völlinn aðeins örfáum vikum eftir aðgerð. Brooke Sutton/Getty Images Alex Singleton, leikmaður Denver Broncos í NFL-deildinni, tók ekki annað í mál en að spila með liðinu gegn Las Vegas Raiders á fimmtudegi þrátt fyrir að hafa greinst með eistnakrabbamein mánudeginum áður. Broncos unnu leikinn 10-7 þann 6. nóvember síðastliðinn og átti Singleton bókaða aðgerð daginn eftir leik eftir að hafa fengið voveifleg tíðindi örfáum dögum fyrr. „Þessi vika var tilfinningarík,“ segir Singleton í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta yrði minn síðasti leikur á ævinni. Hvernig aðgerðin myndi ganga og hvernig líkaminn myndi bregðast við meininu.“ Singleton var sérlega vel gíraður í leiknum við Raiders þann 6. nóvember síðastliðinn.AAron Ontiveroz/The Denver Post „En ég vissi að ef þetta væri minn síðasti leikur að ég myndi skilja hvern einasta dropa af blóði og svita eftir á vellinum,“ segir Singleton sem er leiðtogi í einni sterkustu vörn deildarinnar hjá Denver-liðum. Hann átti níu heppnaðar tæklingar í leiknum og degi síðar var æxlið fjarlægt. Hann fékk ekki aðeins grænt ljós á að halda ferli sínum áfram í kjölfarið heldur var hann mættur aftur á völlinn með liðsfélögum sínum á sunnudaginn síðasta – 23 dögum eftir aðgerð. Fékk fyrir hjartað Singleton hafði fengið bréf í skáp sinn á æfingasvæði Broncos merkt „trúnaðarmál“ þann 29. október. Í því bréfi stóð að hann hefði fallið á lyfjaprófi þar sem hormónið hCG hefði mælst sérlega hátt eftir leik tveimur vikum áður. „Ég hugsaði: Þetta er galið. Ég skildi ekki hvernig þetta gæti hafa gerst. Ég gúgglaði hormónið og þá kemur upp að þú þurfir annað hvort að sprauta því í þig eða þú sért með eistnakrabbamein,“ segir Singleton. „Ég fríka út, fer heim og segi konunni minni frá þessu og að ég sé ekki að taka neitt inn. Svo fer ég til læknis,“ bætir hann við. Singleton varð faðir í febrúar síðastliðnum.AAron Ontiveroz/The Denver Post Hann greindist með æxli í eista mánudaginn 3. nóvember og segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að spila leikinn fimmtudaginn eftir. „Stærsti óttinn var sá að leikurinn og ferillinn yrði tekinn af mér, og ekki á mínum eigin forsendum. Ég fór á fund með stjórnendum liðsins, við ræddum málin og niðurstaðan var að ef ég treysti mér andlega til þess fengi ég að spila,“ segir Singleton. Singleton missti aðeins af einum leik vegna veikindanna, sterkum sigri á Kansas City Chiefs þann 16. nóvember. Eins og áður segir var hann mættur aftur á völlinn á sunnudaginn var þegar Broncos unnu 27-26 sigur á Washington Commanders eftir framlengdan leik. Hann verður þá í eldlínunni þegar liðið mætir Las Vegas Raiders á sunnudagskvöldið. Eftir að hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Broncos unnið níu leiki í röð. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni og er efstir í vesturriðli AFC-deildarinnar með 10 sigra og tvö töp. Allt stefnir í að Broncos vinni riðilinn í fyrsta skipti í 10 ár en Kansas City Chiefs hafa unnið hann níu ár í röð. NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Broncos unnu leikinn 10-7 þann 6. nóvember síðastliðinn og átti Singleton bókaða aðgerð daginn eftir leik eftir að hafa fengið voveifleg tíðindi örfáum dögum fyrr. „Þessi vika var tilfinningarík,“ segir Singleton í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta yrði minn síðasti leikur á ævinni. Hvernig aðgerðin myndi ganga og hvernig líkaminn myndi bregðast við meininu.“ Singleton var sérlega vel gíraður í leiknum við Raiders þann 6. nóvember síðastliðinn.AAron Ontiveroz/The Denver Post „En ég vissi að ef þetta væri minn síðasti leikur að ég myndi skilja hvern einasta dropa af blóði og svita eftir á vellinum,“ segir Singleton sem er leiðtogi í einni sterkustu vörn deildarinnar hjá Denver-liðum. Hann átti níu heppnaðar tæklingar í leiknum og degi síðar var æxlið fjarlægt. Hann fékk ekki aðeins grænt ljós á að halda ferli sínum áfram í kjölfarið heldur var hann mættur aftur á völlinn með liðsfélögum sínum á sunnudaginn síðasta – 23 dögum eftir aðgerð. Fékk fyrir hjartað Singleton hafði fengið bréf í skáp sinn á æfingasvæði Broncos merkt „trúnaðarmál“ þann 29. október. Í því bréfi stóð að hann hefði fallið á lyfjaprófi þar sem hormónið hCG hefði mælst sérlega hátt eftir leik tveimur vikum áður. „Ég hugsaði: Þetta er galið. Ég skildi ekki hvernig þetta gæti hafa gerst. Ég gúgglaði hormónið og þá kemur upp að þú þurfir annað hvort að sprauta því í þig eða þú sért með eistnakrabbamein,“ segir Singleton. „Ég fríka út, fer heim og segi konunni minni frá þessu og að ég sé ekki að taka neitt inn. Svo fer ég til læknis,“ bætir hann við. Singleton varð faðir í febrúar síðastliðnum.AAron Ontiveroz/The Denver Post Hann greindist með æxli í eista mánudaginn 3. nóvember og segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að spila leikinn fimmtudaginn eftir. „Stærsti óttinn var sá að leikurinn og ferillinn yrði tekinn af mér, og ekki á mínum eigin forsendum. Ég fór á fund með stjórnendum liðsins, við ræddum málin og niðurstaðan var að ef ég treysti mér andlega til þess fengi ég að spila,“ segir Singleton. Singleton missti aðeins af einum leik vegna veikindanna, sterkum sigri á Kansas City Chiefs þann 16. nóvember. Eins og áður segir var hann mættur aftur á völlinn á sunnudaginn var þegar Broncos unnu 27-26 sigur á Washington Commanders eftir framlengdan leik. Hann verður þá í eldlínunni þegar liðið mætir Las Vegas Raiders á sunnudagskvöldið. Eftir að hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Broncos unnið níu leiki í röð. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni og er efstir í vesturriðli AFC-deildarinnar með 10 sigra og tvö töp. Allt stefnir í að Broncos vinni riðilinn í fyrsta skipti í 10 ár en Kansas City Chiefs hafa unnið hann níu ár í röð.
NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum