Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 4. desember 2025 09:15 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Leigubílar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti ástandinu á leigubílamarkaðnum við „villta vestrið.“ Glundroði og óöryggi hefur einkennt íslenska leigubílaþjónustu allt frá lagabreytingunni árið 2023 þegar markaðurinn var nær alfarið gefinn frjáls. Fréttir af ofbeldi, svindli á ferðamönnum, óhæfum aðilum í akstri og skorti á raunverulegu eftirliti hafa verið tíðar, og traust almennings á þessari mikilvægu grunnþjónustu hefur beðið hnekki. Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum. Málið er nú að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Það er mikilvægt að þessar breytingar nái í gegn sem allra fyrst. Það blasir við að fyrri lagabreyting leiddi til óviðundandi ástands á leigubílamarkaðnum, þar sem friður hafði ríkt allt frá því leigubílar fóru fyrst að aka um götur landsins. Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun