Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 17:31 Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson áttu bæði flott ár. fimleikasamband.is Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið fimleikafólk ársins 2025 og það eru þau Hildur Maja Guðmundsdóttir og Dagur Kári Ólafsson. Lið Stjörnunnar í hópfimleikum er fimleikalið ársins. Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson. Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilkona í A-landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og heimsmeistaramótinu í Jakarta. Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í öðru sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti. Hildur Maja varð bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu, á árinu og varð hún í öðru sæti á slá á Íslandsmótinu. Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á heimsmeistaramóti og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu. Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja heimsbikarmótin í Króatíu og Frakklandi, Evrópumótið í Þýskalandi og heimsmeistaramótið í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut. Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu. Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi. Aðrar konur sem voru tilnefndar voru: Ásta Kristinsdóttir, Helena Clausen, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Tinna Sif Teitsdóttir. Aðrir karlar sem voru tilnefndir voru: Atli Snær Valgeirsson, Ásmundur Óskar Ásmundsson, Bjartur Blær Hjaltason, Kári Pálmason og Markús Pálsson.
Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum