Innlent

Einn slasaðist al­var­lega í bíl­slysinu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd úr safni frá snjómokstri á Fjarðarheiði.
Mynd úr safni frá snjómokstri á Fjarðarheiði. Skjáskot/Stöð 2

Enn er unnið á rannsókn á vettvangi efir árekstur tveggja bíla á Fjarðarheiði öðrum tímanum í dag. Einn er talinn alvarlega slasaður en átta voru í bílunum tveimur. 

Lögreglu barst tilkynning klukkan tvö í dag um árekstur tveggja bifreiða í Stafdal ofan Seyðisfjarðar, að því er kemur fram í tilynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Þar segir að ökumenn og farþegar hafi verið fluttir á heilsugæslu Egilsstaða til aðhlynningar en átta hafi verið í bílunum. Einn er talinn alvarlega slasaður en hinir minna.

Þá sé unnið að rannsókn á vettvangi. Snjóþekja var á veginum og skafrenningur þegar óhappið varð.

Veginum um Fjarðarheiði var lokað um stund meðan viðbragðsaðilar voru við störf á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar stýrir lögregla umferð um veginn eins og er.

Lögregla segist ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×