Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 3. desember 2025 08:31 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp. Það er ótrúlegt að lesa fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. nóvember síðastliðnum og sjá hversu langt sveitarfélag er tilbúið til að ganga í að hafna eigin skyldum. Sveitarstjórnin byggir samþykkt sína á þeirri fullyrðingu að Þjóðskrá Íslands starfi „í trássi við fyrirmæli laga“ með því að skrá fólk sem hefur fasta búsetu í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili í sveitarfélaginu. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng og hefur sveitarstjórn verið gerð afturreka í tvígang með hana. Fyrst með niðurstöðu Þjóðskrár og síðar með úrskurði dómsmálaráðuneytis. Enn fremur hefur sveitarstjórnin borið það fyrir sig að skráning fólks í ótilgreint lögheimili, skapi slíka óvissu um skipulagsvald sveitarfélagsins og um réttindi og skyldur þeirra sem þannig eru skráðir, að nauðsynlegt sé að synja öllum nýjum erindum er varða frístundabyggðir. En það er engin óvissa og því algerlega ónauðsynlegt að grípa til þessara harkalegu og ólögmætu aðgerða. Þetta kemur ekki aðeins niður á íbúum sem eiga heimili í frístundahúsum heldur öllum öðrum eigendum frístundahúsa í sveitarfélaginu. Þessi samþykkt sveitastjórnar er alvarlegt brot á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem leggja sveitarfélögum eftirfarandi skyldur á herðar: að afgreiða erindi, að sinna lögbundnum verkefnum, að veita þjónustu, að vinna úr skipulags- og stjórnsýslumálum, að haga störfum sínum eftir gildandi lögum — ekki væntingum um mögulegar lagasetningar í framtíðinni. Að synja erindum vegna mögulegrar lagasetningar í framtíð er ólögmætt og brot á grundvallarreglum stjórnsýsluréttar Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarfélögum skylda til að sinna erindum sem þeim berast. Engin heimild er í lögum til þess að: frysta heila málaflokka, hafna öllum erindum í einu lagi, eða skilyrða afgreiðslu við óvissa atburði í framtíð eins og lagabreytingar á Alþingi. Þetta er ólögmæti á nokkrum sviðum: Brot á þjónustuskyldu – 7. gr. sveitarstjórnarlaga Sveitarfélag verður að sinna erindum. Það má ekki bíða eftir einhverjum óljósum framtíðar lagasetningum. Brot á lögmætisreglu –sem sækir stoð sína meðal annars í 2. gr. stjórnarskrárinnar og meginreglur réttarríkisins.Að hafna afgreiðslu á grundvelli hugsanlegra framtíðar lagabreytinga- eða setninga er ekki lögmæt stjórnsýsla.Stjórnvöld verða að byggja ákvarðanir á gildandi lögum, ekki þeim lögum sem þau óska sér. Brot á 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga – málsmeðferð og rannsókn Stjórnvöldum ber að taka mál til meðferðar og rannsaka þau.Að hafna því alfarið er óheimilt. Brot á 11. gr. stjórnsýslulaga – jafnræði Þjónustan sem íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fá má ekki velta á því hvort þau eigi heimili í frístundabyggð eða íbúðarhúsnæði. Brot á 12. gr. stjórnsýslulaga – meðalhófsreglu Að stöðva afgreiðslu á heilum málaflokki er ólögmætt og gengur gegn meðalhófi. Þetta er ekki skipulagsmál — þetta er stjórnsýslubrot Sveitarstjórnin reynir að gera málið að skipulagsdeilu. En skipulagið er aðeins afleiðing. Það sem er miklu alvarlegra er þetta: Sveitarfélagið er að neita að sinna lögbundinni stjórnsýslu með vísan til laga sem það vill að verði breytt og sendir ábyrgðina á ráðuneyti og Alþingi. Í lýðræðisríki virkar stjórnsýsla ekki þannig. Sveitarfélög lúta lögum sem Alþingi setur, ekki öfugt. Sveitarfélög hafa stjórnsýsluvald innan marka laga — ekki lagasetningarvald. Þess vegna er þessi samþykkt ekki bara ranglát, hún er ómálefnaleg og ólögmæt. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þarf nú að: Fella samþykktina frá 26. nóvember úr gildi, Viðurkenna lögmæti skráningar Þjóðskrár og leiðrétta rangfærslur, Hefja aftur vinnu við lögbundna stjórnsýslu, Hætta að skilyrða afgreiðslur við ófyrirséðar og óákveðnar lagabreytingar, Veita öllum íbúum—líka þeim sem eru með lögheimili skráð ótilgreint, jafna þjónustu á við aðra íbúa, Starfa í samræmi við gildandi lög, en ekki eigin túlkun sem hnekkt hefur verið opinberlega á tveimur stjórnsýslustigum. Þetta er ekki spurning um pólitíska afstöðu. Þetta er krafa um að sveitarstjórn fari að lögum. Landslög gilda líka í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveitarstjórn getur ekki hagað stjórnsýslu sinni í „í trássi við fyrirmæli laga“. Höfundar eru í stjórn Búseturfrelsis - samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp. Það er ótrúlegt að lesa fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. nóvember síðastliðnum og sjá hversu langt sveitarfélag er tilbúið til að ganga í að hafna eigin skyldum. Sveitarstjórnin byggir samþykkt sína á þeirri fullyrðingu að Þjóðskrá Íslands starfi „í trássi við fyrirmæli laga“ með því að skrá fólk sem hefur fasta búsetu í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili í sveitarfélaginu. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng og hefur sveitarstjórn verið gerð afturreka í tvígang með hana. Fyrst með niðurstöðu Þjóðskrár og síðar með úrskurði dómsmálaráðuneytis. Enn fremur hefur sveitarstjórnin borið það fyrir sig að skráning fólks í ótilgreint lögheimili, skapi slíka óvissu um skipulagsvald sveitarfélagsins og um réttindi og skyldur þeirra sem þannig eru skráðir, að nauðsynlegt sé að synja öllum nýjum erindum er varða frístundabyggðir. En það er engin óvissa og því algerlega ónauðsynlegt að grípa til þessara harkalegu og ólögmætu aðgerða. Þetta kemur ekki aðeins niður á íbúum sem eiga heimili í frístundahúsum heldur öllum öðrum eigendum frístundahúsa í sveitarfélaginu. Þessi samþykkt sveitastjórnar er alvarlegt brot á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem leggja sveitarfélögum eftirfarandi skyldur á herðar: að afgreiða erindi, að sinna lögbundnum verkefnum, að veita þjónustu, að vinna úr skipulags- og stjórnsýslumálum, að haga störfum sínum eftir gildandi lögum — ekki væntingum um mögulegar lagasetningar í framtíðinni. Að synja erindum vegna mögulegrar lagasetningar í framtíð er ólögmætt og brot á grundvallarreglum stjórnsýsluréttar Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarfélögum skylda til að sinna erindum sem þeim berast. Engin heimild er í lögum til þess að: frysta heila málaflokka, hafna öllum erindum í einu lagi, eða skilyrða afgreiðslu við óvissa atburði í framtíð eins og lagabreytingar á Alþingi. Þetta er ólögmæti á nokkrum sviðum: Brot á þjónustuskyldu – 7. gr. sveitarstjórnarlaga Sveitarfélag verður að sinna erindum. Það má ekki bíða eftir einhverjum óljósum framtíðar lagasetningum. Brot á lögmætisreglu –sem sækir stoð sína meðal annars í 2. gr. stjórnarskrárinnar og meginreglur réttarríkisins.Að hafna afgreiðslu á grundvelli hugsanlegra framtíðar lagabreytinga- eða setninga er ekki lögmæt stjórnsýsla.Stjórnvöld verða að byggja ákvarðanir á gildandi lögum, ekki þeim lögum sem þau óska sér. Brot á 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga – málsmeðferð og rannsókn Stjórnvöldum ber að taka mál til meðferðar og rannsaka þau.Að hafna því alfarið er óheimilt. Brot á 11. gr. stjórnsýslulaga – jafnræði Þjónustan sem íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fá má ekki velta á því hvort þau eigi heimili í frístundabyggð eða íbúðarhúsnæði. Brot á 12. gr. stjórnsýslulaga – meðalhófsreglu Að stöðva afgreiðslu á heilum málaflokki er ólögmætt og gengur gegn meðalhófi. Þetta er ekki skipulagsmál — þetta er stjórnsýslubrot Sveitarstjórnin reynir að gera málið að skipulagsdeilu. En skipulagið er aðeins afleiðing. Það sem er miklu alvarlegra er þetta: Sveitarfélagið er að neita að sinna lögbundinni stjórnsýslu með vísan til laga sem það vill að verði breytt og sendir ábyrgðina á ráðuneyti og Alþingi. Í lýðræðisríki virkar stjórnsýsla ekki þannig. Sveitarfélög lúta lögum sem Alþingi setur, ekki öfugt. Sveitarfélög hafa stjórnsýsluvald innan marka laga — ekki lagasetningarvald. Þess vegna er þessi samþykkt ekki bara ranglát, hún er ómálefnaleg og ólögmæt. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þarf nú að: Fella samþykktina frá 26. nóvember úr gildi, Viðurkenna lögmæti skráningar Þjóðskrár og leiðrétta rangfærslur, Hefja aftur vinnu við lögbundna stjórnsýslu, Hætta að skilyrða afgreiðslur við ófyrirséðar og óákveðnar lagabreytingar, Veita öllum íbúum—líka þeim sem eru með lögheimili skráð ótilgreint, jafna þjónustu á við aðra íbúa, Starfa í samræmi við gildandi lög, en ekki eigin túlkun sem hnekkt hefur verið opinberlega á tveimur stjórnsýslustigum. Þetta er ekki spurning um pólitíska afstöðu. Þetta er krafa um að sveitarstjórn fari að lögum. Landslög gilda líka í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveitarstjórn getur ekki hagað stjórnsýslu sinni í „í trássi við fyrirmæli laga“. Höfundar eru í stjórn Búseturfrelsis - samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun