„Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. desember 2025 16:54 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir hækkun á erfðafjárskatti í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar fjármála og efnahagsráðherra. Daði Már segir ekki um hækkun að ræða heldur feli frumvarpið í sér viðmið sem er alltaf fylgt við erfðauppgjör. Vísir/Anton Brink Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Vilhjálmur bar upp spurningu til Daða Más sem varðaði þann hluta frumvarps hans um breytingu á lögum um skatta, gjöld og fleira, sem varðar erfðafjárskatt. Óhagræði fyrir sýslumenn og erfingja „Í nýjasta skattahækkunarfrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Viðreisnar sem hæstvirtur fjármálaráðherra lagði fram kom fátt á óvart,“ segir Vilhjálmur í fyrirspurn sinni. Athugast að hann sleppir því að nefna Flokk fólksins. Hann vísar til 50 prósenta skattaaukningar á leigutekjur og hækkunar á erfðafjárskatti. Hann segir slíka hækkun fela í sér aukinn kostnað og óhagræði fyrir bæði sýslumenn og erfingja. Þá segir hann hækkunina illa úr garði gerða og inntak hennar sé óljóst. Óljóst sé hvort ráðherra eigi við skattahækkun á allar fasteignir eða fasteignir sem standa á eignarlöndum en ekki leigulöndum, þar sem hugtakið „land“ sé ekki skilgreint í frumvarpinu. „Er planið bara að bara að hækka skatta einhvern veginn og ákveða seinna nákvæmlega hverjir eiga að greiða þá?“ Hann spyr fyrir hvers konar fasteignir eigi að greiða samkvæmt markaðsverði og hvers konar fasteignir samkvæmt fasteignamati. „Og hvers vegna er skattahækkunin framkvæmd á þann hátt að hún leggi aukið bákn, kvaðir og kostnað á sýslumann og erfingja?“ spyr Vilhjálmur. Hafnar flækjustigi fyrir sýslumenn Daði svarar Vilhjálmi á þann veg að honum þyki sérstakt að Vilhjálmur haldi því fram að um hækkun á erfðafjárskatti sé að ræða, „þegar frumvarpið snýst einungis um að fara lengra með það viðmið sem þó gildir í öllu uppgjöri dánarbúa á Íslandi sem er að miða við markaðsvirði eigna,“ segir hann. Markaðsvirðið sé eina verðið sem hægt sé að miða við þegar fjallað er um eignasölu. Fasteignamat, sem sé grundvallarfyrirbæri, endurspegli markaðsverð og sé ágætismæling á væntu söluvirði fasteigna. „Ég get ekki séð að það fasteignamat sem viðurkennt er að endurspegli ekki virði lands, og að miða frekar við markaðsverð í ljósi þess að land á Íslandi gengur kaupum og sölum á hverju einasta ári, sé flækjustig fyrir sýslumenn. Né heldur það sem snýr að mati á virði óskráðra fyrirtækja. Og raunar má segja að hér sé um mikla einföldun að ræða á því regluverki sem var sett árið 2007 og notað er í dag við mat sambærilegra eigna.“ „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur,“ segir Vilhjálmur í andsvari sínu. „Fasteignamat er sett á með lögum til að finna raunvirði fasteigna og ríkið setur það á. Og nú kemur hæstvirtur fjármálaráðherra og segir að það sé ónothæft?“ Hann gefur lítið fyrir mál Daða Más um að með lögunum sé um einföldun að ræða. „Allar umsagnir sem koma um þetta mál, fyrir utan frá Skattinum sjálfum, segja að hér sé verið að flækja kerfið, hér sé algjörlega óljóst hvað á við. Það er hvergi í þessu frumvarpi skilgreint hvað land er. Það segja líka allar umsóknir að hér sé verið að hækka erfðafjárskatt verulega,“ segir Vilhjálmur. Hlógu eftir skáldsöguviðlíkingu Daða Í síðara svari sínu svaraði Daði Már í álíka mynt og sagði Vilhjálm hafa valdið sér vonbrigðum með spurningunni. „Ég get með engu móti skilið hvernig háttvirtur þingmaður gat misskilið mig, ég sagði ekki nokkurn skapaðan hlut um það að fasteignamat væri ónothæft. Þvert á móti sagði ég að það biði á markaðsverði,“ segir Daði og heldur áfram. „Ég veit ekki hvert í ósköpunum háttvirtur þingmaður er að fara. Mér er þess vegna nokkur vandi á höndum að svara spurningu sem, fyrst, gefur sér svar sem ég veitti ekki og er þar af leiðandi áframhald á skáldsögu sem háttvirtur þingmaður samdi í öðru andsvari sínu sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um hvernig hann ætli sér að ljúka en fel honum það sjálfum,“ segir Daði og uppsker mikinn hlátur þingmanna. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Vilhjálmur bar upp spurningu til Daða Más sem varðaði þann hluta frumvarps hans um breytingu á lögum um skatta, gjöld og fleira, sem varðar erfðafjárskatt. Óhagræði fyrir sýslumenn og erfingja „Í nýjasta skattahækkunarfrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Viðreisnar sem hæstvirtur fjármálaráðherra lagði fram kom fátt á óvart,“ segir Vilhjálmur í fyrirspurn sinni. Athugast að hann sleppir því að nefna Flokk fólksins. Hann vísar til 50 prósenta skattaaukningar á leigutekjur og hækkunar á erfðafjárskatti. Hann segir slíka hækkun fela í sér aukinn kostnað og óhagræði fyrir bæði sýslumenn og erfingja. Þá segir hann hækkunina illa úr garði gerða og inntak hennar sé óljóst. Óljóst sé hvort ráðherra eigi við skattahækkun á allar fasteignir eða fasteignir sem standa á eignarlöndum en ekki leigulöndum, þar sem hugtakið „land“ sé ekki skilgreint í frumvarpinu. „Er planið bara að bara að hækka skatta einhvern veginn og ákveða seinna nákvæmlega hverjir eiga að greiða þá?“ Hann spyr fyrir hvers konar fasteignir eigi að greiða samkvæmt markaðsverði og hvers konar fasteignir samkvæmt fasteignamati. „Og hvers vegna er skattahækkunin framkvæmd á þann hátt að hún leggi aukið bákn, kvaðir og kostnað á sýslumann og erfingja?“ spyr Vilhjálmur. Hafnar flækjustigi fyrir sýslumenn Daði svarar Vilhjálmi á þann veg að honum þyki sérstakt að Vilhjálmur haldi því fram að um hækkun á erfðafjárskatti sé að ræða, „þegar frumvarpið snýst einungis um að fara lengra með það viðmið sem þó gildir í öllu uppgjöri dánarbúa á Íslandi sem er að miða við markaðsvirði eigna,“ segir hann. Markaðsvirðið sé eina verðið sem hægt sé að miða við þegar fjallað er um eignasölu. Fasteignamat, sem sé grundvallarfyrirbæri, endurspegli markaðsverð og sé ágætismæling á væntu söluvirði fasteigna. „Ég get ekki séð að það fasteignamat sem viðurkennt er að endurspegli ekki virði lands, og að miða frekar við markaðsverð í ljósi þess að land á Íslandi gengur kaupum og sölum á hverju einasta ári, sé flækjustig fyrir sýslumenn. Né heldur það sem snýr að mati á virði óskráðra fyrirtækja. Og raunar má segja að hér sé um mikla einföldun að ræða á því regluverki sem var sett árið 2007 og notað er í dag við mat sambærilegra eigna.“ „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur,“ segir Vilhjálmur í andsvari sínu. „Fasteignamat er sett á með lögum til að finna raunvirði fasteigna og ríkið setur það á. Og nú kemur hæstvirtur fjármálaráðherra og segir að það sé ónothæft?“ Hann gefur lítið fyrir mál Daða Más um að með lögunum sé um einföldun að ræða. „Allar umsagnir sem koma um þetta mál, fyrir utan frá Skattinum sjálfum, segja að hér sé verið að flækja kerfið, hér sé algjörlega óljóst hvað á við. Það er hvergi í þessu frumvarpi skilgreint hvað land er. Það segja líka allar umsóknir að hér sé verið að hækka erfðafjárskatt verulega,“ segir Vilhjálmur. Hlógu eftir skáldsöguviðlíkingu Daða Í síðara svari sínu svaraði Daði Már í álíka mynt og sagði Vilhjálm hafa valdið sér vonbrigðum með spurningunni. „Ég get með engu móti skilið hvernig háttvirtur þingmaður gat misskilið mig, ég sagði ekki nokkurn skapaðan hlut um það að fasteignamat væri ónothæft. Þvert á móti sagði ég að það biði á markaðsverði,“ segir Daði og heldur áfram. „Ég veit ekki hvert í ósköpunum háttvirtur þingmaður er að fara. Mér er þess vegna nokkur vandi á höndum að svara spurningu sem, fyrst, gefur sér svar sem ég veitti ekki og er þar af leiðandi áframhald á skáldsögu sem háttvirtur þingmaður samdi í öðru andsvari sínu sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um hvernig hann ætli sér að ljúka en fel honum það sjálfum,“ segir Daði og uppsker mikinn hlátur þingmanna.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira