Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2025 12:06 Alexander Eichwald í pontu á stofnfundi ungliðahreyfingar AfD í Giessen um helgina. Óljóst er hvort hann hafi verið alvara með Hitler-tilburðum sínum eða hvort ræðan hafi verið háðsádeila. AfDTV Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira