Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2025 06:46 Trump er sagður hafa krafist afsagnar Maduro. Maduro segir Trump ásælast olíuauðlindir Venesúela. Getty/Pete Marovich Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stillt Nicolás Maduro, forseta Venesúela, upp við vegg í samtali á dögunum og krafist þess að hann segði af sér. Bandaríkjaforseti staðfesti á sunnudag að hann og Maduro hefðu rætt í saman í síma. „Ég myndi hvorki segja að það hafi farið vel eða illa; þetta var símtal,“ sagði forsetinn í samtali við fréttamenn. Heimildarmenn Miami Herald segja skilaboð Trump til Maduro hins vegar hafa verið skýr. „Þú getur bjargað sjálfum þér og þínum nánustu en þú verður að yfirgefa landið núna,“ á Trump að hafa sagt. Bandaríkin myndu tryggja öryggi hans, eiginkonu hans og sonar, en aðeins ef hann segði tafarlaust af sér. Maduro er sagður hafa neitað en gert Trump gagntilboð um að „segja af sér“ með skilyrðum, meðal annars að honum yrði veitt friðhelgi alls staðar í heiminum og að hann hefði áfram stjórn yfir hernum. Trump lýsti í framhaldinu yfir „lokun“ lofthelgi Venesúela. Þrátt fyrir aukin viðbúnað Bandaríkjamanna telja sérfræðingar ólíklegt að Trump muni beita hernaðarvaldi til að koma Maduro frá völdum. Maduro, sem margir segja hafa rænt síðustu forsetakosningum, segir Trump ásælast olíuauðlindir Venesúela. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bandaríkjaforseti staðfesti á sunnudag að hann og Maduro hefðu rætt í saman í síma. „Ég myndi hvorki segja að það hafi farið vel eða illa; þetta var símtal,“ sagði forsetinn í samtali við fréttamenn. Heimildarmenn Miami Herald segja skilaboð Trump til Maduro hins vegar hafa verið skýr. „Þú getur bjargað sjálfum þér og þínum nánustu en þú verður að yfirgefa landið núna,“ á Trump að hafa sagt. Bandaríkin myndu tryggja öryggi hans, eiginkonu hans og sonar, en aðeins ef hann segði tafarlaust af sér. Maduro er sagður hafa neitað en gert Trump gagntilboð um að „segja af sér“ með skilyrðum, meðal annars að honum yrði veitt friðhelgi alls staðar í heiminum og að hann hefði áfram stjórn yfir hernum. Trump lýsti í framhaldinu yfir „lokun“ lofthelgi Venesúela. Þrátt fyrir aukin viðbúnað Bandaríkjamanna telja sérfræðingar ólíklegt að Trump muni beita hernaðarvaldi til að koma Maduro frá völdum. Maduro, sem margir segja hafa rænt síðustu forsetakosningum, segir Trump ásælast olíuauðlindir Venesúela.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira