Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2025 23:39 Benedikt S. Benediktsson er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/Anton Brink Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt. Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt.
Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30