Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:02 Hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög safna upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks samkvæmt svari mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Rakel Ósk Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði. Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði.
Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent