Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2025 20:01 Stelpurnar okkar hafa staðið sig mjög vel á mótinu en mæta vonandi ekki saddar í milliriðilinn. EPA/RONALD WITTEK Stelpurnar okkar gengu fagmannlega frá síðasta leik riðlakeppninnar á HM og eiga góða möguleika á fleiri sigrum í milliriðlinum. Vitað var fyrirfram að Ísland myndi vinna Úrúgvæ og fjórtán stiga sigur skilaði sér að lokum eftir flotta byrjun í fyrri hálfleik og ágætis áframhald í seinni hálfleik. Einu áhyggjurnar voru þær að tapið gegn Serbíu myndi sitja illa í liðinu og gera stelpurnar litlar í sér en okkur konur mættu með kassann út. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í leiknum og lögðu sitt af mörkum, álagið dreifðist vel og engin ætti að vakna úrvinda fyrir ferðalagið í fyrramálið. Ánægulegt var að sjá þær sem hafa lítið spilað spretta úr spori og svo átti fyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir sinn besta leik á mótinu, mikilvægt að hún mæti í milliriðilinn í jafn góðu stuði og Elín-urnar hafa verið í. Thea Imani Sturludóttir komst líka í mjög góðan takt og þrusaði svoleiðis á úrúgvæska markmanninn. Skotin hennar eru óstöðvandi ef sóknin nær að stilla vel upp fyrir hana. Andrea Jacobsen spilaði ekki í dag, eins og hún stefndi á að gera, en hefur verið skráð til leiks á HM og gæti komið inn í næsta leik. Hún væri mjög öflugur liðsstyrkur, við lið sem hefur staðið sig stórvel á mótinu og sýnt mjög góðar frammistöður. Yfirlýstu markmiði mótsins er náð, nú þarf að setja ný. Ísland mætir Svartfjallalandi, Spáni og Færeyjum í næstu leikjum og ofureinföld íþróttastærðfræði segir okkur að sigurlíkurnar eru heilmiklar. Ísland vann Færeyjar í síðasta leik fyrir HM, Færeyjar unnu síðan Spán í riðlakeppninni og Spánn vann Svartfjallaland í dag. Það getur allt gerst. Þar með er alls ekki sagt að Ísland eigi eftir að vinna alla leiki og komast áfram í átta liða úrslit. Það er mjög ólíklegt að þetta unga og reynslulitla lið gerist svo öflugt, en riðlakeppnin kennir okkur að það býr hellings góður handbolti og mikill karakter í stelpunum okkar. Landsliðsþjálfarinn hefur margoft talað um langtímaverkefnið, vegferðina sem þetta lið er á og uppbygginguna sem á eftir að eiga sér stað næstu árin. Nú verða vonir bundnar við að liðið stígi enn eitt framfaraskrefið og þó að markmiðinu sé náð, að þá verði fagnað oftar en einu sinni á þessu móti, það er allavega dauðafæri á því. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Vitað var fyrirfram að Ísland myndi vinna Úrúgvæ og fjórtán stiga sigur skilaði sér að lokum eftir flotta byrjun í fyrri hálfleik og ágætis áframhald í seinni hálfleik. Einu áhyggjurnar voru þær að tapið gegn Serbíu myndi sitja illa í liðinu og gera stelpurnar litlar í sér en okkur konur mættu með kassann út. Allir leikmenn Íslands komu við sögu í leiknum og lögðu sitt af mörkum, álagið dreifðist vel og engin ætti að vakna úrvinda fyrir ferðalagið í fyrramálið. Ánægulegt var að sjá þær sem hafa lítið spilað spretta úr spori og svo átti fyrirliðinn Sandra Erlingsdóttir sinn besta leik á mótinu, mikilvægt að hún mæti í milliriðilinn í jafn góðu stuði og Elín-urnar hafa verið í. Thea Imani Sturludóttir komst líka í mjög góðan takt og þrusaði svoleiðis á úrúgvæska markmanninn. Skotin hennar eru óstöðvandi ef sóknin nær að stilla vel upp fyrir hana. Andrea Jacobsen spilaði ekki í dag, eins og hún stefndi á að gera, en hefur verið skráð til leiks á HM og gæti komið inn í næsta leik. Hún væri mjög öflugur liðsstyrkur, við lið sem hefur staðið sig stórvel á mótinu og sýnt mjög góðar frammistöður. Yfirlýstu markmiði mótsins er náð, nú þarf að setja ný. Ísland mætir Svartfjallalandi, Spáni og Færeyjum í næstu leikjum og ofureinföld íþróttastærðfræði segir okkur að sigurlíkurnar eru heilmiklar. Ísland vann Færeyjar í síðasta leik fyrir HM, Færeyjar unnu síðan Spán í riðlakeppninni og Spánn vann Svartfjallaland í dag. Það getur allt gerst. Þar með er alls ekki sagt að Ísland eigi eftir að vinna alla leiki og komast áfram í átta liða úrslit. Það er mjög ólíklegt að þetta unga og reynslulitla lið gerist svo öflugt, en riðlakeppnin kennir okkur að það býr hellings góður handbolti og mikill karakter í stelpunum okkar. Landsliðsþjálfarinn hefur margoft talað um langtímaverkefnið, vegferðina sem þetta lið er á og uppbygginguna sem á eftir að eiga sér stað næstu árin. Nú verða vonir bundnar við að liðið stígi enn eitt framfaraskrefið og þó að markmiðinu sé náð, að þá verði fagnað oftar en einu sinni á þessu móti, það er allavega dauðafæri á því.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira