Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 23:15 Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Tapið gegn Serbíu í kvöld var eins svekkjandi og hugsast getur. Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira