Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Börn að leik í snjónum sem lagðist yfir á suðvesturhorninu í lok október. Vísir/Anton Brink Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“ Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“
Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira