Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2025 10:03 Má ég segja þér sögu? Andstyggilega þungbæra sögu sem kostaði mig áratug, og er ennþá að trufla líf mitt en bjargaði mér vegna hreinnar samvisku? Heilsuhrun: Árið 2013 hrundi heilsan mín. Ég endaði á spítala, algerlega uppgefinn, þungur og veikur, og þurfti að byrja upp á nýtt. Á þessum tíma leigði ég íbúð af manni á mínum aldri. Hann þóttist vinur á yfirborðinu en hafði óstöðugt einkalíf, sterka þörf fyrir aðdáun og átti sér kærustu sem bar með sér ójafnvægi og erfiða sögu. Hún átti eldri börn og hafði áður notað ásakanir til að hefna sín þegar sambönd enduðu illa. Á meðan ég lá enn inni á spítala fór samband þeirra í rúst. Nokkrum vikum síðar, þegar ég var kominn á heilsulind (NLFI Hveragerdi) til að ná mér, mætti hann allt í einu og sagði mér að hann og vinur hans hefðu verið handteknir, sakaðir um að hafa misnotað yngsta son hennar. Þeir voru látnir lausir því engin gögn fundust. Ég sá strax mynstrið: hún hafði áður beitt sama aðferð. Ég sagði honum að fara mjög varlega. Lögreglan hefur samband: Nokkrum vikum síðar hringdi lögreglan í mig. Hún hafði nú bætt mér inn í söguna. Henni hafði dottið í hug að við þrír hefðum misnotað barnið og tekið myndir. Ég fór í skýrslutöku, rólegur og hreinskilinn. Lögreglan trúði mér og sá fljótt að ekkert hélt vatni. En kerfið heldur áfram hvort sem þú ert saklaus eða sekur. Þetta dróst og dróst. Ég sendi inn kæru um rangar sakargiftir en sönnunarbyrðin er svo há að þær falla flestar um sjálfa sig. Hrein samviska er orkubú: Eitt augnablik virtist málið sofna, svo kviknaði því aftur líf. Ég var aftur kallaður í yfirheyrslu. Í þetta skiptið tóku þeir tölvuna mína, símann og allt rafrænt sem ég átti — ekki vegna gruns, heldur vegna forms. Eftir að hafa farið í gegnum allt fannst auðvitað ekkert, því ekkert var til. Að lokum féllu allar ásakanir niður, endanlega og án fyrirvara. Ég var alltaf rólegur enda það dásamlega við að vera hafður fyrir rangri sök er hrein samviska. Kusk á hvíflibbanum: En þó ég hafi sloppið hreinn kostaði ferlið mig mörg ár. Ekki í réttarkerfinu, heldur innra með mér. Ég gat ekki sagt föður mínum neitt; hann hefði ekki getað skilið þetta og hefði brugðist illa. Ég gat ekki sagt öðrum, því jafnvel saklaus maður ber stundum skugga gruns þegar eitthvað svona kemur upp. Þannig að ég þagði. Ég var veikur, einmana og að reyna að endurreisa lífið. Það sem hélt mér gangandi var eitt: ég vissi sannleikann. Hrein samviska var áttavitinn minn. Stormurinn gekk yfir, sannleikurinn stóð eftir. En áfallið, leyndin og einangrunin sem fylgdi þessu lifði með mér í mörg ár. Og gerir enn. Endurfæðing sjálfsskoðunar: Nú fyrst, í gegnum heiðarlega sjálfsskoðun get ég viðurkennt fyrir sjálfum mér hversu djúpt þetta skar. Ekki vegna sektar. Heldur vegna þess að ég bar þetta einn. Það var engum trúandi vegna efans sem möguleg sök skapaði. Vegna þess deili ég því þessi kafli hefur kennt sem svo margt um þann mann sem ég er að reyna að verða . Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Má ég segja þér sögu? Andstyggilega þungbæra sögu sem kostaði mig áratug, og er ennþá að trufla líf mitt en bjargaði mér vegna hreinnar samvisku? Heilsuhrun: Árið 2013 hrundi heilsan mín. Ég endaði á spítala, algerlega uppgefinn, þungur og veikur, og þurfti að byrja upp á nýtt. Á þessum tíma leigði ég íbúð af manni á mínum aldri. Hann þóttist vinur á yfirborðinu en hafði óstöðugt einkalíf, sterka þörf fyrir aðdáun og átti sér kærustu sem bar með sér ójafnvægi og erfiða sögu. Hún átti eldri börn og hafði áður notað ásakanir til að hefna sín þegar sambönd enduðu illa. Á meðan ég lá enn inni á spítala fór samband þeirra í rúst. Nokkrum vikum síðar, þegar ég var kominn á heilsulind (NLFI Hveragerdi) til að ná mér, mætti hann allt í einu og sagði mér að hann og vinur hans hefðu verið handteknir, sakaðir um að hafa misnotað yngsta son hennar. Þeir voru látnir lausir því engin gögn fundust. Ég sá strax mynstrið: hún hafði áður beitt sama aðferð. Ég sagði honum að fara mjög varlega. Lögreglan hefur samband: Nokkrum vikum síðar hringdi lögreglan í mig. Hún hafði nú bætt mér inn í söguna. Henni hafði dottið í hug að við þrír hefðum misnotað barnið og tekið myndir. Ég fór í skýrslutöku, rólegur og hreinskilinn. Lögreglan trúði mér og sá fljótt að ekkert hélt vatni. En kerfið heldur áfram hvort sem þú ert saklaus eða sekur. Þetta dróst og dróst. Ég sendi inn kæru um rangar sakargiftir en sönnunarbyrðin er svo há að þær falla flestar um sjálfa sig. Hrein samviska er orkubú: Eitt augnablik virtist málið sofna, svo kviknaði því aftur líf. Ég var aftur kallaður í yfirheyrslu. Í þetta skiptið tóku þeir tölvuna mína, símann og allt rafrænt sem ég átti — ekki vegna gruns, heldur vegna forms. Eftir að hafa farið í gegnum allt fannst auðvitað ekkert, því ekkert var til. Að lokum féllu allar ásakanir niður, endanlega og án fyrirvara. Ég var alltaf rólegur enda það dásamlega við að vera hafður fyrir rangri sök er hrein samviska. Kusk á hvíflibbanum: En þó ég hafi sloppið hreinn kostaði ferlið mig mörg ár. Ekki í réttarkerfinu, heldur innra með mér. Ég gat ekki sagt föður mínum neitt; hann hefði ekki getað skilið þetta og hefði brugðist illa. Ég gat ekki sagt öðrum, því jafnvel saklaus maður ber stundum skugga gruns þegar eitthvað svona kemur upp. Þannig að ég þagði. Ég var veikur, einmana og að reyna að endurreisa lífið. Það sem hélt mér gangandi var eitt: ég vissi sannleikann. Hrein samviska var áttavitinn minn. Stormurinn gekk yfir, sannleikurinn stóð eftir. En áfallið, leyndin og einangrunin sem fylgdi þessu lifði með mér í mörg ár. Og gerir enn. Endurfæðing sjálfsskoðunar: Nú fyrst, í gegnum heiðarlega sjálfsskoðun get ég viðurkennt fyrir sjálfum mér hversu djúpt þetta skar. Ekki vegna sektar. Heldur vegna þess að ég bar þetta einn. Það var engum trúandi vegna efans sem möguleg sök skapaði. Vegna þess deili ég því þessi kafli hefur kennt sem svo margt um þann mann sem ég er að reyna að verða . Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun