Þriðja málið gegn Trump fellt niður Agnar Már Másson skrifar 26. nóvember 2025 18:19 Saksóknarinn sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum, heldur á trú sinni og skilningi á lögunum. AP/Alex Brandon Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020. Þetta er þriðja sakamálið gegn Trump sem er látið niður falla frá því að hann var endurkjörinn. Málið var fyrst lagt fram af hálfu Fanni Willis hérðassaksóknara, sem var síðan vikið úr málinu vegna óhæfis. Pete Skandalakis, sem tók við málinu af Willis, upplýsti Scott McAfee, dómara í Fultonsýslu, í gær að hann myndi ekki halda mállinu áfram og dómarinn lét svo málið niður falla í dag. „Samkvæmt mínu sérfræðilega áliti er borgurum Georgíu enginn greiði gerður með því að halda áfram með þetta mál að fullu í fimm eða tíu ár í viðbót,“ skrifaði Skandalakis og bætti við að hann væri að binda enda á málið til að þjóna „hagsmunum réttlætis“. „Sanngjarn og óhlutdrægur saksóknari hefur bundið enda á þennan löghernað,“ er haft eftir lögmanni forsetans í frétt BBC. Trump var gefið að sök að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, þegar Demókratinn Joe Biden bar sigur úr býtum. Trump hefur nú hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Fjöldi samherja hans voru einnig sakborningar í málinu, þar á meðal Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Trumps, og Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skandalakis saksóknari sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum heldur a „trú minni og skilningi mínum á lögunum.“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Þetta er þriðja sakamálið gegn Trump sem er látið niður falla frá því að hann var endurkjörinn. Málið var fyrst lagt fram af hálfu Fanni Willis hérðassaksóknara, sem var síðan vikið úr málinu vegna óhæfis. Pete Skandalakis, sem tók við málinu af Willis, upplýsti Scott McAfee, dómara í Fultonsýslu, í gær að hann myndi ekki halda mállinu áfram og dómarinn lét svo málið niður falla í dag. „Samkvæmt mínu sérfræðilega áliti er borgurum Georgíu enginn greiði gerður með því að halda áfram með þetta mál að fullu í fimm eða tíu ár í viðbót,“ skrifaði Skandalakis og bætti við að hann væri að binda enda á málið til að þjóna „hagsmunum réttlætis“. „Sanngjarn og óhlutdrægur saksóknari hefur bundið enda á þennan löghernað,“ er haft eftir lögmanni forsetans í frétt BBC. Trump var gefið að sök að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, þegar Demókratinn Joe Biden bar sigur úr býtum. Trump hefur nú hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Fjöldi samherja hans voru einnig sakborningar í málinu, þar á meðal Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Trumps, og Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skandalakis saksóknari sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum heldur a „trú minni og skilningi mínum á lögunum.“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila