Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 09:02 Viola Leuchter og stöllur í þýska liðinu ætla sér langt á HM. Getty/Marco Wolf Þýska kvennalandsliðið í handbolta byrjar HM á heimavelli, með leik við Ísland í Stuttgart í dag, en ætlar sér langt í mótinu og horfir til þess að keppa um efstu sætin í Rotterdam í lok þess. Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira