10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir og Freyja Pétursdóttir skrifa 26. nóvember 2025 10:00 Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun