Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 09:15 Fannar Ingi hefur fjarlægt tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Terezia Rotter Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný. Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný.
Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira