Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun