Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 19:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra. Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira