Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 19:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra. Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira