Innlent

Þótti grun­sam­legur og reyndist vera með mikið þýfi á sér

Agnar Már Másson skrifar
Maðurinn var handtekinn. Mynd úr safni.
Maðurinn var handtekinn. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning um yfirstaðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miklum verðmætum var stolið. Stuttu síðar var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en sá reyndist vera með þýfið úr innbrotinu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að maðurinn hafi verið handtekinn vegna málsins og öllu þýfi skilað aftur til eiganda. 

Málið heyrir undir lögreglustöðina á Hverfisgötum sem annast mál miðsvæðis í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Einnig var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem tjónvaldur mun hafa ekið á bifreið á tilkynnanda og svo ók á brott. Málið er í rannsókn, segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×