„Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2025 20:05 Elvis Iceland fór á kostum á Móbergi á Selfossi enda mikil ánægja með heimsókn hans á heimilið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Móbergs á Selfossi dönsuðu og dilluðu sér, sem aldrei fyrr á Elvis Presley tónleikum í gær þegar leikari í gervi Presleys mætti með hans allra vinsælustu lög Móberg er nýlegt hringlaga hjúkrunarheimili á tveimur hæðum á Selfossi og er rétt við sjúkrahúsið. 60 heimilismenn búa á Móbergi og starfsmenn eru 95. Það var blásið í herlúðra þar í gær þegar söngvari og skemmtikraftur mætti í gervi Elvis Presley og tók nokkur af hans þekktustu lögum. Léttar veitingar voru í boði. „Og ég náttúrulega kem með músíkina, sem þau elska. Maðurinn var Elvis Presley fæddur 1935. Þetta er það skemmtilegasta, sem ég geri, alveg dásamlegt að syngja og gleðja fólk,“ segir eftirherman, sem kallar sig Elvis Iceland. Var Elvis góður maður? „Alveg rosalega, ætli hann hafi ekki verið bestur við alla í kringum sig en vestur við sjálfan sig, við skulum orða það þannig“. Fjörð var svo mikið á Móbergi að starfsfólkið og nokkrir heimilismenn fóru á dansgólfið og dönsuðu við Elvis Presley. „Já og allir hér dansa endalaust við Elvis og hlusta á Elvis alla daga þannig að þetta er alveg frábært,“ segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Þetta er flott framtak og til fyrirmyndar hjá ykkur. „Alveg, við erum rosalega stolt af starfsmönnunum og hinum stjórunum frá Fossheimum og Ljósheimum, þannig að við gerum þetta i sameiningu og reynum að gera þetta saman,“ bætir Ásta við. Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi og Elvis Iceland eins og hann kallar sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið á Móbergi var mjög ánægt með skemmtunina með Presley. „Hann er fínn Presley, hann stóð sig vel hvort sem hann heitir Elvis eða Presley,“ segir Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. Var alltaf gaman af Elvis í gamla daga? „Já, alltaf gaman“. Og þú fórst út á dansgólfið og dansaðir? „Já, já, maður verður að gera það, þetta var bara fínt og skemmtilegt,“ segir Helga Jónsdóttir. Starfsfólk og heimilisfólk fór á dansgólfið með Presley.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Móberg er nýlegt hringlaga hjúkrunarheimili á tveimur hæðum á Selfossi og er rétt við sjúkrahúsið. 60 heimilismenn búa á Móbergi og starfsmenn eru 95. Það var blásið í herlúðra þar í gær þegar söngvari og skemmtikraftur mætti í gervi Elvis Presley og tók nokkur af hans þekktustu lögum. Léttar veitingar voru í boði. „Og ég náttúrulega kem með músíkina, sem þau elska. Maðurinn var Elvis Presley fæddur 1935. Þetta er það skemmtilegasta, sem ég geri, alveg dásamlegt að syngja og gleðja fólk,“ segir eftirherman, sem kallar sig Elvis Iceland. Var Elvis góður maður? „Alveg rosalega, ætli hann hafi ekki verið bestur við alla í kringum sig en vestur við sjálfan sig, við skulum orða það þannig“. Fjörð var svo mikið á Móbergi að starfsfólkið og nokkrir heimilismenn fóru á dansgólfið og dönsuðu við Elvis Presley. „Já og allir hér dansa endalaust við Elvis og hlusta á Elvis alla daga þannig að þetta er alveg frábært,“ segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Þetta er flott framtak og til fyrirmyndar hjá ykkur. „Alveg, við erum rosalega stolt af starfsmönnunum og hinum stjórunum frá Fossheimum og Ljósheimum, þannig að við gerum þetta i sameiningu og reynum að gera þetta saman,“ bætir Ásta við. Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi og Elvis Iceland eins og hann kallar sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið á Móbergi var mjög ánægt með skemmtunina með Presley. „Hann er fínn Presley, hann stóð sig vel hvort sem hann heitir Elvis eða Presley,“ segir Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. Var alltaf gaman af Elvis í gamla daga? „Já, alltaf gaman“. Og þú fórst út á dansgólfið og dansaðir? „Já, já, maður verður að gera það, þetta var bara fínt og skemmtilegt,“ segir Helga Jónsdóttir. Starfsfólk og heimilisfólk fór á dansgólfið með Presley.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira