Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2025 10:57 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í skoðunarferð um bækistöðvar strandgæslunnar í Suður-Karólínu. Reglur gæslunnar hafa bannað notkun haturstákna eins og hakakrossins. Drög sem nýrri stefnu sem stofnunin var með í vinnslu gerðu ráð fyrir að slík tákn yrðu ekki lengur bönnuð með öllu. AP/Alex Brandon Bandaríska strandgæslan tók af tvímæli í gær um að hakakrossinn og hengingarsnörur væru haturstákn. Það gerði hún í kjölfar frétta um að hún ætlaði ekki lengur að skilgreina þau sem slík heldur „mögulega umdeild“ tákn. Tilkynning strandgæslunnar birtist sama dag og bandarískir fjölmiðlar sögðu frá drögum að stefnuskjali sem hún hafði látið gera fyrr í þessum mánuði þar sem hakakrossinn og snaran væru talin geta mögulega valdið sundurlyndi. Táknin hafa um árabil verið skilgreind sem haturstákn sem strandgæslunni er bannað að nota. Samkvæmt stefnudrögunum hefðu þau ekki lengur verið bönnuð. Stjórnendur mættu fjarlægja þau ef þau sæjust opinberlega en ekki væri bannað að hafa þau í einkarýmum fjarri augum almennings, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Tíðindi vöktu reiði og hneykslan. Menachem Rosensaft, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla sem er sjálfur gyðingur, sagði hakakrossinn helsta tákn haturs og fordóma. Að skilgreina hann ekki lengur sem slíkt væri eins og að telja krossbrennur og hettur Kú Klúx Klan-samtakanna aðeins „mögulega sundrandi“. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði tillöguna „viðbjóðslega“. Með henni æli Repúblikanaflokkurinn enn á öfgahyggju. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður flokksins, sagði þá hugsun sækja að sér að þetta bendi til einhvers konar samkrulls á milli stjórnvalda og öfgaafla. Sama dag og forsetinn ýjaði að því að þingmenn yrðu hengdir Strandgæslan brást skjótt við og tók sérstaklega fram að hakakrossinn, líkt og önnur tákn sem haturshópar notuðust við, væri bannaður. „Þetta er ekki uppfærð stefna heldur ný stefna til þess að taka á misvísandi upplýsingum og ítreka að bandaríska strandgæslan bannar þessi tákn,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Fyrri reglur strandgæslunnar kváðu á um að það flokkaðist sem „hatursatvik“ ef starfsmenn hennar yrðu uppvísir að notkun haturstákna. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við var hugtakið „hatursatvik“ fjarlægt úr reglunum en hún beitti sér af hörku gegn öllu sem hún taldi ívilna minnihlutahópum og stuðlaði að jafnrétti. Hugtakið er enn fjarverandi í reglunum eftir uppfærsluna í gær. Fréttirnar af mögulegri útvötnun á skilgreiningu hakakrossins og snörunnar birtust sama dag og Trump forseti deildi samfélagsmiðlafærslu frá notanda með járnkross sem notandamynd sína og hvatti til þess að þingmenn demókrata yrðu hengdir. Nasistar notuðu útgáfu af járnkrossinum í myndmáli sínu. Útbreitt á meðal hvítra þjóðernissinna Hakakrossinn var helsta tákn þýskra nasista þótt táknið sem slíkt væri mun eldra. Undir fána skreyttum krossinum myrtu nasistar um sex milljónir evrópskra gyðinga í helför sinni. Ýmsar nýnasista og öfgahægrihreyfingar halda hakarkossinum enn á lofti. Snaran hefur sérstaka þýðingu í Bandaríkunum en hún skírskotar til þess að Kú Klúx Klan-liðar og aðrir hvítir menn tóku blökkumenn af lífi utan dóms og laga með því að hengja þá. Áætlað er að hátt í fimm þúsund blökkumenn hafi verið hengdir í Bandaríkjunum frá síðustu áratugum 19. aldar fram á seinni hluta þeirrar tuttugustu. Stuðningsmaður Donalds Trump með Suðurríkjafánann inni í bandaríska þinghúsinu í árás æsts múgs á það 6. janúar árið 2021.Vísir/EPA Reglur strandgæslunnar hafa einnig bannað notkun fána gömlu Suðurríkjanna sem reyndu að kljúfa sig úr ríkjasambandinu til þess að halda áfram þrælahaldi á 19. öld. Hvítir þjóðernissinnar í Bandaríkjunum hafa haft sérstakt dálæti á honum í gegnum tíðina. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Tilkynning strandgæslunnar birtist sama dag og bandarískir fjölmiðlar sögðu frá drögum að stefnuskjali sem hún hafði látið gera fyrr í þessum mánuði þar sem hakakrossinn og snaran væru talin geta mögulega valdið sundurlyndi. Táknin hafa um árabil verið skilgreind sem haturstákn sem strandgæslunni er bannað að nota. Samkvæmt stefnudrögunum hefðu þau ekki lengur verið bönnuð. Stjórnendur mættu fjarlægja þau ef þau sæjust opinberlega en ekki væri bannað að hafa þau í einkarýmum fjarri augum almennings, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Tíðindi vöktu reiði og hneykslan. Menachem Rosensaft, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla sem er sjálfur gyðingur, sagði hakakrossinn helsta tákn haturs og fordóma. Að skilgreina hann ekki lengur sem slíkt væri eins og að telja krossbrennur og hettur Kú Klúx Klan-samtakanna aðeins „mögulega sundrandi“. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði tillöguna „viðbjóðslega“. Með henni æli Repúblikanaflokkurinn enn á öfgahyggju. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður flokksins, sagði þá hugsun sækja að sér að þetta bendi til einhvers konar samkrulls á milli stjórnvalda og öfgaafla. Sama dag og forsetinn ýjaði að því að þingmenn yrðu hengdir Strandgæslan brást skjótt við og tók sérstaklega fram að hakakrossinn, líkt og önnur tákn sem haturshópar notuðust við, væri bannaður. „Þetta er ekki uppfærð stefna heldur ný stefna til þess að taka á misvísandi upplýsingum og ítreka að bandaríska strandgæslan bannar þessi tákn,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Fyrri reglur strandgæslunnar kváðu á um að það flokkaðist sem „hatursatvik“ ef starfsmenn hennar yrðu uppvísir að notkun haturstákna. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við var hugtakið „hatursatvik“ fjarlægt úr reglunum en hún beitti sér af hörku gegn öllu sem hún taldi ívilna minnihlutahópum og stuðlaði að jafnrétti. Hugtakið er enn fjarverandi í reglunum eftir uppfærsluna í gær. Fréttirnar af mögulegri útvötnun á skilgreiningu hakakrossins og snörunnar birtust sama dag og Trump forseti deildi samfélagsmiðlafærslu frá notanda með járnkross sem notandamynd sína og hvatti til þess að þingmenn demókrata yrðu hengdir. Nasistar notuðu útgáfu af járnkrossinum í myndmáli sínu. Útbreitt á meðal hvítra þjóðernissinna Hakakrossinn var helsta tákn þýskra nasista þótt táknið sem slíkt væri mun eldra. Undir fána skreyttum krossinum myrtu nasistar um sex milljónir evrópskra gyðinga í helför sinni. Ýmsar nýnasista og öfgahægrihreyfingar halda hakarkossinum enn á lofti. Snaran hefur sérstaka þýðingu í Bandaríkunum en hún skírskotar til þess að Kú Klúx Klan-liðar og aðrir hvítir menn tóku blökkumenn af lífi utan dóms og laga með því að hengja þá. Áætlað er að hátt í fimm þúsund blökkumenn hafi verið hengdir í Bandaríkjunum frá síðustu áratugum 19. aldar fram á seinni hluta þeirrar tuttugustu. Stuðningsmaður Donalds Trump með Suðurríkjafánann inni í bandaríska þinghúsinu í árás æsts múgs á það 6. janúar árið 2021.Vísir/EPA Reglur strandgæslunnar hafa einnig bannað notkun fána gömlu Suðurríkjanna sem reyndu að kljúfa sig úr ríkjasambandinu til þess að halda áfram þrælahaldi á 19. öld. Hvítir þjóðernissinnar í Bandaríkjunum hafa haft sérstakt dálæti á honum í gegnum tíðina.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira