Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar 21. nóvember 2025 09:31 Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kristín Thoroddsen Umferð Vegagerð Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun