Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2025 23:31 Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir er yfirlæknir efnaskipta-og offituteymi Reykjalundar. Vísir/Bjarni Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent