Innherji

Vara við skarpri lækkun og vertakar og lán­veit­endur ættu að „spenna beltin“

Hörður Ægisson skrifar
Núna mun há verðbólga ekki vinna með fastignamarkaðinum, að sögn greinenda ACRO, og því sennilegt að nafnverðslækkunin þurfi að vera meiri en ella.
Núna mun há verðbólga ekki vinna með fastignamarkaðinum, að sögn greinenda ACRO, og því sennilegt að nafnverðslækkunin þurfi að vera meiri en ella. Vísir/Anton Brink

Byggingarverktakar og lánveitendur ættu „að spenna beltin“ núna þegar framundan er verðaðlögun að greiðslugetu kaupenda á fasteignamarkaði, einkum nýbyggingum, sem gæti komið fram í allt að 25 prósenta raunverðslækkun áður en botninn verður sleginn í markaðinn snemma árs 2027, að mati greinenda ACRO. Aðgengi almennings að verðtryggðum íbúðalánum hefur í seinni tíð ekki verið jafn þröngt og núna, það muni því augljóslega eitthvað láta undan þegar kaupgetan er ekki fyrir hendi á þeim verðum sem bjóðast.


Tengdar fréttir

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×