Innlent

Tveir hand­teknir fyrir þjófnað í Hag­kaup

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Stolið var úr verslun Hagkaup í Kringlunni.
Stolið var úr verslun Hagkaup í Kringlunni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni dagsins. Alls eru 67 mál skráð í kerfinu frá klukkan fimm í morgun til fimm síðdegis.

Þar kemur fram að einn var handtekinn sem var til vandræða á Landspítalanum í dag. Að auki vísaði lögreglan út aðilum sem voru óvelkomnir í fjölbýlishúsi í austurhluta borgarinnar.

Lögreglustöð tvö, sem sinnir útköllum í Kópavogi og Breiðholti, barst einnig tilkynningu um þjófnað í matvöruverslun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×