Sport

Dag­skráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ósigraðir Grindvíkingar fá heimsókn úr Skagafirðinum í Bónus deild karla í kvöld.
Ósigraðir Grindvíkingar fá heimsókn úr Skagafirðinum í Bónus deild karla í kvöld. vísir/anton

Nægt framboð er af beinum útsendingum á sportrásum Sýnar í dag. Sýnt verður beint frá körfubolta, golfi, fótbolta, Formúlu 1 og þá taka Guðmundur Benediktsson og Hjálmar Örn Jóhannsson á móti góðum gestum í Big Ben.

Sýn Sport

Klukkan 22:10 hefst bein útsending frá Big Ben, umræðuþætti um íþróttir í umsjá Gumma Ben og Hjamma.

Sýn Sport 4

Klukkan 19:00 verður sýnt beint frá CME Group Tour Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 19:10 hefst bein útsending frá Skiptiborðinu þar sem fylgst verður með öllum leikjum kvöldsins í Bónus deild karla í körfubolta samtímis.

Klukkan 21:10 verða leikirnir í Bónus deild karla svo gerðir upp í Tilþrifunum.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 19:05 verður sýnt beint frá viðureign Grindavíkur og Tindastóls í Bónus deild karla.

Sýn Sport Ísland 3

Klukkan 19:05 er komið að beinni útsendingu frá leik Njarðvíkur og Ármanns í Bónus deild karla.

Sýn Sport Ísland 4

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá viðureign KR og Vals í Bónus deild karla.

Sýn Sport Ísland 5

Klukkan 19:05 verður sýnt beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar í Bónus deild karla.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 19:55 er komið að beinni útsendingu frá leik Peterborough United og Stockport County í ensku C-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00:25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Las Vegas kappaksturinn í Formúlu 1.

Klukkan 03:55 verður svo sýnt frá annarri æfingu fyrir Las Vegas kappaksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×