Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 12:34 Shedeur Sanders fékk loksins að spila í NFL-deildinni eftir að hafa beðið eftir tækifærinu alla leiktíðina en þá gerðust slæmir hluti heima hjá honum. Getty/Andrew Wevers Nýliðinn Shedeur Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni um helgina en á sama tíma létu þjófar greipar sópa um heimili hans. Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira