Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 12:34 Shedeur Sanders fékk loksins að spila í NFL-deildinni eftir að hafa beðið eftir tækifærinu alla leiktíðina en þá gerðust slæmir hluti heima hjá honum. Getty/Andrew Wevers Nýliðinn Shedeur Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni um helgina en á sama tíma létu þjófar greipar sópa um heimili hans. Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum