„Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 22:10 Einar Jónsson, þjálfari Fram, gefur sínum mönnum skipanir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Það er ótrúlega margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir fjögurra marka tap liðsins gegn svissneska liðinu Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
„Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira