Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 20:31 Íslensku landsliðin eru bæði á leið á stórmót á næstunni og nú geta stuðningsmenn loks verslað sér viðeigandi klæðnað. Samsett/Vísir/Getty Eftir vægast sagt langa bið geta aðdáendur íslensku handboltalandsliðanna nú loksins pantað sér nýju landsliðstreyjuna. Á vef íþróttavöruverslunarinnar Boltamannsins er að minnsta kosti núna hægt að panta sér treyju. Fullorðinstreyja kostar þar 16.990 og barnatreyjan er á 14.990, og segir að áætlaður afhendingartími sé næsta mánudag. Það er rétt svo í tæka tíð fyrir HM kvenna því aðeins níu dagar eru þar til að kvennalandslið Íslands hefur keppni á HM í Þýskalandi, með leik við heimakonur í Stuttgart. Í janúar er svo Evrópumót karla og ljóst að mikill fjöldi Íslendinga ætlar að mæta til Kristianstad og/eða Malmö til að styðja við strákana okkar. Engar treyjur í almenna sölu fyrir ári Hingað til hefur fólk ekki getað keypt sér nýjar landsliðstreyjur og sama staða var uppi á teningnum fyrir ári síðan, í aðdraganda EM kvenna og HM karla. Þá fóru á endanum aldrei neinar treyjur í sölu, nema að mjög takmörkuðu leyti. Núna getur hinn almenni stuðningsmaður því, í fyrsta sinn frá því að HSÍ hætti samstarfi við Kempa og samdi við Adidas, keypt landsliðstreyju. Eins og greint var frá síðastliðinn mánudag hefur Samherji nú bæst í hóp helstu styrktaraðila HSÍ. Á nýju landsliðstreyjunni eru einnig auglýsingar frá Boozt, Icelandair, Arion banka, Íslandshótelum, Lengjunni, Ísey skyri, 1xInternet, Arnarlaxi, Samskipum og Bílaleigu Akureyrar. Fyrr á árinu sleit HSÍ hins vegar samstarfi við fyrirtækið Rapyd og er merki þess ekki lengur á treyjunni. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, bindur vonir við að nýjar treyjur íslensku landsliðanna í handbolta fari í sölu á næstum vikum. 8. október 2025 12:00 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji verður einn helsti samstarfsaðili Handknattleikssambands Íslands næstu árin. Nafn fyrirtækisins verður því á keppnistreyjum íslensku landsliðanna. 10. nóvember 2025 12:12 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Á vef íþróttavöruverslunarinnar Boltamannsins er að minnsta kosti núna hægt að panta sér treyju. Fullorðinstreyja kostar þar 16.990 og barnatreyjan er á 14.990, og segir að áætlaður afhendingartími sé næsta mánudag. Það er rétt svo í tæka tíð fyrir HM kvenna því aðeins níu dagar eru þar til að kvennalandslið Íslands hefur keppni á HM í Þýskalandi, með leik við heimakonur í Stuttgart. Í janúar er svo Evrópumót karla og ljóst að mikill fjöldi Íslendinga ætlar að mæta til Kristianstad og/eða Malmö til að styðja við strákana okkar. Engar treyjur í almenna sölu fyrir ári Hingað til hefur fólk ekki getað keypt sér nýjar landsliðstreyjur og sama staða var uppi á teningnum fyrir ári síðan, í aðdraganda EM kvenna og HM karla. Þá fóru á endanum aldrei neinar treyjur í sölu, nema að mjög takmörkuðu leyti. Núna getur hinn almenni stuðningsmaður því, í fyrsta sinn frá því að HSÍ hætti samstarfi við Kempa og samdi við Adidas, keypt landsliðstreyju. Eins og greint var frá síðastliðinn mánudag hefur Samherji nú bæst í hóp helstu styrktaraðila HSÍ. Á nýju landsliðstreyjunni eru einnig auglýsingar frá Boozt, Icelandair, Arion banka, Íslandshótelum, Lengjunni, Ísey skyri, 1xInternet, Arnarlaxi, Samskipum og Bílaleigu Akureyrar. Fyrr á árinu sleit HSÍ hins vegar samstarfi við fyrirtækið Rapyd og er merki þess ekki lengur á treyjunni.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, bindur vonir við að nýjar treyjur íslensku landsliðanna í handbolta fari í sölu á næstum vikum. 8. október 2025 12:00 Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji verður einn helsti samstarfsaðili Handknattleikssambands Íslands næstu árin. Nafn fyrirtækisins verður því á keppnistreyjum íslensku landsliðanna. 10. nóvember 2025 12:12 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, bindur vonir við að nýjar treyjur íslensku landsliðanna í handbolta fari í sölu á næstum vikum. 8. október 2025 12:00
Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji verður einn helsti samstarfsaðili Handknattleikssambands Íslands næstu árin. Nafn fyrirtækisins verður því á keppnistreyjum íslensku landsliðanna. 10. nóvember 2025 12:12