Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:01 Helena Clausen Heiðmundsdóttir fór úr axlarlið stuttu fyrir Norðurlandamótið en náði samt mótinu þar sem Stjarnan vann silfur. @helenaclausenh Það er löngu orðið ljóst að stelpurnar í hópfimleikaliði Stjörnunnar búa yfir þrautseigju og keppnishörku úr efsta flokki. Nú erum við búin að fá annað dæmi um það. Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh) Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh)
Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum