Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:09 Sverrir Ingi Ingason reyndist besti leikmaður liðsins í kvöld. Sebastian Frej/Getty Images Ísland tapaði 2-0 gegn Úkraínu í baráttunni um að komast í HM-umspilið í mars á næsta ári. Sverrir Ingi Ingason reyndist besti leikmaður liðsins en ljóst er að HM draumurinn er úti. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [7] Varði dauðafæri í tvígang í síðari hálfleik en fékk á sig mark stuttu síðar. Nokkuð öruggur í sínum aðgerðum og gerði ágætlega. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [6] Átti frábæran skalla í síðari hálfleik sem en markvörður Úkraínu varði á marklínu. Ekki besta frammistaða Gulla með liðinu en var fínn í vörninni. Fékk boltann í sig í seinna marki Úkraínu sem endaði í netinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Frábær í hjarta varnarinnar eins og venjulega. Hörku duglegur og bjargaði okkur oftar en einu sinni. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður - [6] Endurkomu leikur fyrir Hörð sem hefur glímt við erfið meiðsli. Fín frammistaða í varnarlínu Íslands. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [6] Verður bara betri og betri í þessari vinstri bakvarðarstöðu. Náði að nýta hraða sinn vel til þess að leysa hröð hlaup hjá Úkraínumönnum. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður - [5] Átti í erfiðleikum að komast framhjá Vitaliy Mykolenko, leikmanni Everton. Náði því miður að gera lítið sóknarlega í þessum leik. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [6] Fín frammistaða hjá fyrirliðanum okkar, en við fengum klárlega ekki að sjá hans bestu hliðar í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [6] Fín frammistaða á miðjunni en tókst ekki að skapa neitt fyrir liðið sóknarlega. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [5] Sinnti föstum leikatriðum vel en náði ekki alveg að njóta sín á vinstri kantinum í leiknum. Brynjólfur Andersen Willumsson, framherji - [5] Fékk fínt tækifæri til þess að skora mark snemma í síðari hálfleik en því miður varið af markverði Úkraínu. Skilaði fínni varnarvinnu og var duglegur að hlaupa en fékk lítið af tækifærum sóknarlega. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [5] Sinnti sínu vel eins og hann hefur gert í síðustu leikjum en lítið að frétta sóknarlega. Varamenn Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á fyrir Brynjólf Willumsson á 65. mínútu. [5] Lítið að gerast hjá íslenska liðinu sóknarlega í leiknum. Átti nokkrar fyrirgjafir sem reyndust ekki nógu góðar seint í leiknum þegar það var ennþá tækifæri til þess að jafna. Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á fyrir Jón Dag Þórsteinsson á 86. mínútu. Fékk gott færi til þess að jafna leikinn en skotið reyndist ekki nógu gott. Logi Tómasson kom inn á fyrir Mikael Egil Ellertsson á 86. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [7] Varði dauðafæri í tvígang í síðari hálfleik en fékk á sig mark stuttu síðar. Nokkuð öruggur í sínum aðgerðum og gerði ágætlega. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [6] Átti frábæran skalla í síðari hálfleik sem en markvörður Úkraínu varði á marklínu. Ekki besta frammistaða Gulla með liðinu en var fínn í vörninni. Fékk boltann í sig í seinna marki Úkraínu sem endaði í netinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Frábær í hjarta varnarinnar eins og venjulega. Hörku duglegur og bjargaði okkur oftar en einu sinni. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður - [6] Endurkomu leikur fyrir Hörð sem hefur glímt við erfið meiðsli. Fín frammistaða í varnarlínu Íslands. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [6] Verður bara betri og betri í þessari vinstri bakvarðarstöðu. Náði að nýta hraða sinn vel til þess að leysa hröð hlaup hjá Úkraínumönnum. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður - [5] Átti í erfiðleikum að komast framhjá Vitaliy Mykolenko, leikmanni Everton. Náði því miður að gera lítið sóknarlega í þessum leik. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [6] Fín frammistaða hjá fyrirliðanum okkar, en við fengum klárlega ekki að sjá hans bestu hliðar í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [6] Fín frammistaða á miðjunni en tókst ekki að skapa neitt fyrir liðið sóknarlega. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [5] Sinnti föstum leikatriðum vel en náði ekki alveg að njóta sín á vinstri kantinum í leiknum. Brynjólfur Andersen Willumsson, framherji - [5] Fékk fínt tækifæri til þess að skora mark snemma í síðari hálfleik en því miður varið af markverði Úkraínu. Skilaði fínni varnarvinnu og var duglegur að hlaupa en fékk lítið af tækifærum sóknarlega. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [5] Sinnti sínu vel eins og hann hefur gert í síðustu leikjum en lítið að frétta sóknarlega. Varamenn Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á fyrir Brynjólf Willumsson á 65. mínútu. [5] Lítið að gerast hjá íslenska liðinu sóknarlega í leiknum. Átti nokkrar fyrirgjafir sem reyndust ekki nógu góðar seint í leiknum þegar það var ennþá tækifæri til þess að jafna. Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á fyrir Jón Dag Þórsteinsson á 86. mínútu. Fékk gott færi til þess að jafna leikinn en skotið reyndist ekki nógu gott. Logi Tómasson kom inn á fyrir Mikael Egil Ellertsson á 86. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira