Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:51 Hreggviður Magnússon. Aðsend Tveggja ára gamall spjallþráður á samfélagsmiðlinum Reddit leiddi til þess að ferðaþjónustufyrirtæki birtist ekki er gervigreindarmállíkan var beðið um tillögur í geira fyrirtækisins. Í spjallþráðnum var að finna slæma umsögn um fyrirtækið en framkvæmdastjóri stafrænnar markaðsstofu segir að um byltingu sé að ræða. Gervigreindin hlusti frekar á hvað fólk sé að segja um fyrirtækin heldur en hvað fyrirtækin sjálf segja. „Í raun og veru geta einstaklingar haft mikil áhrif á tekjuöflun fyrirtækja bara með því að deila frá slæmri upplifun. Það getur vel verið að það hafi verið réttmæt slæm upplifun en gervigreindin er vísvitandi að sleppa því að mæla með fyrirtækjunum,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri stafrænu markaðsstofunnar Ceedr. „Á leitarvélum hefur vefsíðan verið rosalega mikilvæg og reynt að gefa þér réttu vefsíðuna sem svar við fyrirspurnum. En núna er verið að leita á breiðari grundvelli, núna er verið að skoða vefsíðuna og samfélagsmiðlana en líka ofboðslega mikið hvað aðrir eru að segja, fréttir og umsagnir.“ Meðal þeirra sem leita sér upplýsinga eru ferðamenn en vegna vægis umsagna í gervigreindinni geta fyrirtæki lent illa í því. Meðal viðskiptavina Ceedr er ferðaþjónustufyrirtæki sem fékk slæma umsögn á samfélagsmiðlinum Reddit og birtist því ekki ef gervigreindarmállíkön líkt og ChatGPT eru beðin um tillögur. „Þetta fyrirtæki er innan ferðaþjónustunnar og er búið að vera í uppbyggingu í sömu fjölskyldu í mörg ár. Þau eru búin að leggja á sig blóð, svita og tár og þetta er svo ofboðslega sárt,“ segir hann. Fyrirtækið hafi ekki verið með aðgang á Reddit og sáu því ekki umsögnina, sem er nú orðin tveggja ára. Gervigreindin taki þá mikið mark á samfélagsmiðlinum sem er talinn traustvekjandi þar sem umræður eiga sér þar stað á jafningjagrundvelli. „Þannig að allt í einu eru þau klárlega að verða af bókunum út af því að æ fleiri eru að nota gervigreind sem vísvitandi mælir ekki með þessum fyrirtækjum.“ Gætu byrjað að kaupa falskar umsagnir Hreggviður segir að siðferðislega réttar leiðir séu til þess að auka líkurnar á að mælt sé með fyrirtækjum með gervigreind. Þá séu líka aðferðir á gráu svæði, líkt og að kaupa sér falskar jákvæðar umsagnir á netinu. Slíkt hafi verið reynt áður þegar fyrirtæki borguðu fyrir að vinsælar vefsíður birtu hlekk á vefsíðu fyrirtækisins en því fleiri hlekkir sem birtust því líklegri voru vefsíðurnar til að birtast í leitarvélum líkt og Google. Tæknirisinn sá þó að sér og fór að refsa fyrirtækjum sem gerðu slíkt vísvitandi. „Ég segi núna, það kann að vera að fyrirtæki geti keypt sér jákvæðar umsagnir og það hafi áhrif á sýnileika til skamms tíma en ég hef trú á því að á endanum muni OpenAI og þessi tól vera með einhvers konar varnir gagnvart því. Ef þú ert fyrirtækið sem hefur keypt þúsund umsagnir þá gætir þú kannski verið settur á svartan lista,“ segir hann en telur að eflaust muni fjöldi fyrirtækja gera það samt sem áður. Fólk treysti gervigreindinni Hreggviður segir fólk bera gríðarlegt traust til gervigreindarmállíkana, í raun allt of mikið traust. Hann ræddi þessar breytingar á morgunfundi síðasta föstudag en þar voru meðal annars fulltrúar frá Icelandair, Eimskip og Krónunni að læra um hvernig ætti að nýta gervigreindina í dag. „Ég spurði í hópnum, sem voru um sextíu manns, en um helmingur sagðist treysta þessu. En ég spurði líka hversu margir noti þetta og það réttu allir upp hönd, hver einasta manneskja. Það eru allir að nota þetta.“ Til þess að neikvæðar umsagnir hafi ekki eins slæm áhrif þurfi fyrirtæki til dæmis að vera dugleg að svara umsögnum á netinu og birta jákvæðar fréttir af starfseminni. Skoða frekar gervigreind heldur en heimasíðurnar Hreggviður telur að ákveðin bylting sé í gangi í heimi leitarvéla og gervigreindar. Þegar leitað var eftir fyrirtækjum eða upplýsingum birtust áður vefsíður ákveðinna fyrirtækja efst en gervigreindin hagar sér ekki eins. Hreggviður segir fjölda forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið óttaslegna þar sem mun færri heimsæki vefsíður þeirra. Þau þurfi þó ekki að hafa áhyggjur þar sem upplýsingarnar komi sér oft til skila en nú á annan hátt vegna breyttrar leitarhegðunar. „Sextíu prósent allra fyrirspurna á Google stoppa þar og fara ekki inn á einhvern vef. Þetta er alveg rosaleg breyting á skömmum tíma.“ Þrátt fyrir að umsagnir hafi meira vægi en áður megi þó ekki gefast upp á heimasíðu fyrirtækisins sem enn spilar stórt hlutverk. Hann ráðleggur fyrirtækjaeigendum að hætta ekki að framkvæma svokallaða leitarvélabestun, þar sem maður eykur líkurnar á að gera sinn vef sýnilegri. Þrátt fyrir að gervigreindin spili stærra hlutverk hafi bestunin aldrei verið mikilvægari. Gervigreind Ferðaþjónusta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Í raun og veru geta einstaklingar haft mikil áhrif á tekjuöflun fyrirtækja bara með því að deila frá slæmri upplifun. Það getur vel verið að það hafi verið réttmæt slæm upplifun en gervigreindin er vísvitandi að sleppa því að mæla með fyrirtækjunum,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri stafrænu markaðsstofunnar Ceedr. „Á leitarvélum hefur vefsíðan verið rosalega mikilvæg og reynt að gefa þér réttu vefsíðuna sem svar við fyrirspurnum. En núna er verið að leita á breiðari grundvelli, núna er verið að skoða vefsíðuna og samfélagsmiðlana en líka ofboðslega mikið hvað aðrir eru að segja, fréttir og umsagnir.“ Meðal þeirra sem leita sér upplýsinga eru ferðamenn en vegna vægis umsagna í gervigreindinni geta fyrirtæki lent illa í því. Meðal viðskiptavina Ceedr er ferðaþjónustufyrirtæki sem fékk slæma umsögn á samfélagsmiðlinum Reddit og birtist því ekki ef gervigreindarmállíkön líkt og ChatGPT eru beðin um tillögur. „Þetta fyrirtæki er innan ferðaþjónustunnar og er búið að vera í uppbyggingu í sömu fjölskyldu í mörg ár. Þau eru búin að leggja á sig blóð, svita og tár og þetta er svo ofboðslega sárt,“ segir hann. Fyrirtækið hafi ekki verið með aðgang á Reddit og sáu því ekki umsögnina, sem er nú orðin tveggja ára. Gervigreindin taki þá mikið mark á samfélagsmiðlinum sem er talinn traustvekjandi þar sem umræður eiga sér þar stað á jafningjagrundvelli. „Þannig að allt í einu eru þau klárlega að verða af bókunum út af því að æ fleiri eru að nota gervigreind sem vísvitandi mælir ekki með þessum fyrirtækjum.“ Gætu byrjað að kaupa falskar umsagnir Hreggviður segir að siðferðislega réttar leiðir séu til þess að auka líkurnar á að mælt sé með fyrirtækjum með gervigreind. Þá séu líka aðferðir á gráu svæði, líkt og að kaupa sér falskar jákvæðar umsagnir á netinu. Slíkt hafi verið reynt áður þegar fyrirtæki borguðu fyrir að vinsælar vefsíður birtu hlekk á vefsíðu fyrirtækisins en því fleiri hlekkir sem birtust því líklegri voru vefsíðurnar til að birtast í leitarvélum líkt og Google. Tæknirisinn sá þó að sér og fór að refsa fyrirtækjum sem gerðu slíkt vísvitandi. „Ég segi núna, það kann að vera að fyrirtæki geti keypt sér jákvæðar umsagnir og það hafi áhrif á sýnileika til skamms tíma en ég hef trú á því að á endanum muni OpenAI og þessi tól vera með einhvers konar varnir gagnvart því. Ef þú ert fyrirtækið sem hefur keypt þúsund umsagnir þá gætir þú kannski verið settur á svartan lista,“ segir hann en telur að eflaust muni fjöldi fyrirtækja gera það samt sem áður. Fólk treysti gervigreindinni Hreggviður segir fólk bera gríðarlegt traust til gervigreindarmállíkana, í raun allt of mikið traust. Hann ræddi þessar breytingar á morgunfundi síðasta föstudag en þar voru meðal annars fulltrúar frá Icelandair, Eimskip og Krónunni að læra um hvernig ætti að nýta gervigreindina í dag. „Ég spurði í hópnum, sem voru um sextíu manns, en um helmingur sagðist treysta þessu. En ég spurði líka hversu margir noti þetta og það réttu allir upp hönd, hver einasta manneskja. Það eru allir að nota þetta.“ Til þess að neikvæðar umsagnir hafi ekki eins slæm áhrif þurfi fyrirtæki til dæmis að vera dugleg að svara umsögnum á netinu og birta jákvæðar fréttir af starfseminni. Skoða frekar gervigreind heldur en heimasíðurnar Hreggviður telur að ákveðin bylting sé í gangi í heimi leitarvéla og gervigreindar. Þegar leitað var eftir fyrirtækjum eða upplýsingum birtust áður vefsíður ákveðinna fyrirtækja efst en gervigreindin hagar sér ekki eins. Hreggviður segir fjölda forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið óttaslegna þar sem mun færri heimsæki vefsíður þeirra. Þau þurfi þó ekki að hafa áhyggjur þar sem upplýsingarnar komi sér oft til skila en nú á annan hátt vegna breyttrar leitarhegðunar. „Sextíu prósent allra fyrirspurna á Google stoppa þar og fara ekki inn á einhvern vef. Þetta er alveg rosaleg breyting á skömmum tíma.“ Þrátt fyrir að umsagnir hafi meira vægi en áður megi þó ekki gefast upp á heimasíðu fyrirtækisins sem enn spilar stórt hlutverk. Hann ráðleggur fyrirtækjaeigendum að hætta ekki að framkvæma svokallaða leitarvélabestun, þar sem maður eykur líkurnar á að gera sinn vef sýnilegri. Þrátt fyrir að gervigreindin spili stærra hlutverk hafi bestunin aldrei verið mikilvægari.
Gervigreind Ferðaþjónusta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira