„Algjört vandræðamál og sorglegt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. nóvember 2025 21:44 Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. vísir/Lýður Valberg Íbúi í Skerjafirði segir ljóst að hjólhýsabyggð eigi ekki heima í hverfinu og hefur áhyggjur af því að fasteignamat lækki verði úr áformunum. Fyrrverandi borgarstjóri segir hjólhýsabyggð ekki eiga heima í borgarlandinu. Íbúar í hjólhýsabyggðinni á Sævarhöfða reikna með að koma sér fyrir á svæði við Skerjafjörð, þar sem Sniglarnir bifhjólasamtök eru til húsa, áður en árið er liðið. Þau segjast hafa fengið loforð þess efnis frá borginni. Svæðið má berja augum í spilaranum hér að neðan. Rótgróið hverfi sem sé ekki fyrir hjólhýsabyggð Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar sagði málið enn vera til skoðunar. Skerjafjörður sé einn af þeim stöðum sem komi til greina en einnig Gufunes. Að hennar sögn á eftir að taka endanlega ákvörðun um nýja staðsetningu hjólhýsabyggðarinnar en hennar megi vænta á næstu dögum eða vikum. Umrædd hjólahýsabyggð hefur nú verið á Sævarhöfða í um tvö ár. Það átti að vera tímabundin ráðstöfun eftir að íbúum var gert að yfirgefa Laugardalinn. Garðar Árni Garðarsson, íbúi í Skerjafirði, segir ljóst að íbúar muni ekki sætta sig við hjólhýsabyggð á svæðinu. „Ég sé ekki alveg hvernig hjólahýsabyggð eigi heima í hverfi eins og þessu. Í öðru lagi þá er þarna ekki haft neitt samráð við íbúa hverfisins,“ segir hann og bætir við að íbúum hafi brugðið að sjá það sett fram í fjölmiðlum að hjólhýsabyggð væri á leiðinni á svæðið. Íbúar hafi áhyggjur af áhrifum á fasteignaverð. „Ég myndi gera ráð fyrir því. Út frá þeirri umræðu sem hefur verið um byggðina sem á að reisa hérna á flugvallarsvæðinu. Þetta hefur neikvæð áhrif á fasteignamat enda er þetta rótgróið hverfi.“ Ný staðsetning hjólhýsabyggðar var kynnt sem eitt af forgangsmálum nýs meirihluta í upphafi árs. Starfshópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur haft málið til skoðunar en í tillögu þeirra var ekki gert ráð fyrir Skerjafirði sem möguleika. „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og borgarfulltrúi Framsóknar, segir minnihlutann ekkert hafa heyrt af áformum varðandi hjólhýsabyggðina. „Íbúar hér í Skerjafirði lásu um þetta í gær í blöðunum. Mér finnst eiginlega með ólíkindum hvernig þessum meirihluta tekst að klúðra öllum málum. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar og ég var skýr með það þegar ég var borgarstjóri að ég vildi ekki hjólhýsagarð í Reykjavík.“ Að hans mati eru félagsbústaðir og óhagnaðardrifin leigufélög fýsilegri kostir. „Við leigjum lágtekjufólki íbúðir á lágu verði og það er húsnæðisstuðningurinn af hálfu borgarinnar. Við eigum ekki að fara í þessa átt. Ég vil ekki að börn alist upp við þessar aðstæður eða aldraðir og sjúkt fólk. Við eigum bara betra kerfi en það að við þurfum að taka pólitíska ákvörðun og segja jú við ætlum að byggja hjólhýsaþorp. Ég skil ekki þá röksemd.“ Hann segir það geta valdið ýmiss konar félagslegum vandkvæðum. „Ég veit það og við höfum séð að það hafa verið eldsvoðar. Mörg þessara hjólhýsa eru illa einangruð og gömul. Það þarf að kynda þau mikið með gasi. Það hefur kviknað í þeim. Þetta er ekki ástand sem nokkur aðili getur mælt með með góðri samvisku.“ Hann tekur fram að hann hafi mikla samúð með þeim sem búa í hjólhýsabyggðinni. Hann bætir við: „Það hefur staðið til í tíu mánuði að finna staðsetningu. Það hefur ekkert gerst. Það er ekkert í sjónmáli. Við vitum ekkert hvort það verður af þessari staðsetningu hérna. Ég veit að íbúar eru ekki hlynntir þessu. Þetta er bara algjört vandræðamál og sorglegt. Það á ekki að gefa þessum einstaklingum falskar vonir.“ Hjólhýsabyggð í Reykjavík Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Íbúar í hjólhýsabyggðinni á Sævarhöfða reikna með að koma sér fyrir á svæði við Skerjafjörð, þar sem Sniglarnir bifhjólasamtök eru til húsa, áður en árið er liðið. Þau segjast hafa fengið loforð þess efnis frá borginni. Svæðið má berja augum í spilaranum hér að neðan. Rótgróið hverfi sem sé ekki fyrir hjólhýsabyggð Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar sagði málið enn vera til skoðunar. Skerjafjörður sé einn af þeim stöðum sem komi til greina en einnig Gufunes. Að hennar sögn á eftir að taka endanlega ákvörðun um nýja staðsetningu hjólhýsabyggðarinnar en hennar megi vænta á næstu dögum eða vikum. Umrædd hjólahýsabyggð hefur nú verið á Sævarhöfða í um tvö ár. Það átti að vera tímabundin ráðstöfun eftir að íbúum var gert að yfirgefa Laugardalinn. Garðar Árni Garðarsson, íbúi í Skerjafirði, segir ljóst að íbúar muni ekki sætta sig við hjólhýsabyggð á svæðinu. „Ég sé ekki alveg hvernig hjólahýsabyggð eigi heima í hverfi eins og þessu. Í öðru lagi þá er þarna ekki haft neitt samráð við íbúa hverfisins,“ segir hann og bætir við að íbúum hafi brugðið að sjá það sett fram í fjölmiðlum að hjólhýsabyggð væri á leiðinni á svæðið. Íbúar hafi áhyggjur af áhrifum á fasteignaverð. „Ég myndi gera ráð fyrir því. Út frá þeirri umræðu sem hefur verið um byggðina sem á að reisa hérna á flugvallarsvæðinu. Þetta hefur neikvæð áhrif á fasteignamat enda er þetta rótgróið hverfi.“ Ný staðsetning hjólhýsabyggðar var kynnt sem eitt af forgangsmálum nýs meirihluta í upphafi árs. Starfshópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur haft málið til skoðunar en í tillögu þeirra var ekki gert ráð fyrir Skerjafirði sem möguleika. „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og borgarfulltrúi Framsóknar, segir minnihlutann ekkert hafa heyrt af áformum varðandi hjólhýsabyggðina. „Íbúar hér í Skerjafirði lásu um þetta í gær í blöðunum. Mér finnst eiginlega með ólíkindum hvernig þessum meirihluta tekst að klúðra öllum málum. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar og ég var skýr með það þegar ég var borgarstjóri að ég vildi ekki hjólhýsagarð í Reykjavík.“ Að hans mati eru félagsbústaðir og óhagnaðardrifin leigufélög fýsilegri kostir. „Við leigjum lágtekjufólki íbúðir á lágu verði og það er húsnæðisstuðningurinn af hálfu borgarinnar. Við eigum ekki að fara í þessa átt. Ég vil ekki að börn alist upp við þessar aðstæður eða aldraðir og sjúkt fólk. Við eigum bara betra kerfi en það að við þurfum að taka pólitíska ákvörðun og segja jú við ætlum að byggja hjólhýsaþorp. Ég skil ekki þá röksemd.“ Hann segir það geta valdið ýmiss konar félagslegum vandkvæðum. „Ég veit það og við höfum séð að það hafa verið eldsvoðar. Mörg þessara hjólhýsa eru illa einangruð og gömul. Það þarf að kynda þau mikið með gasi. Það hefur kviknað í þeim. Þetta er ekki ástand sem nokkur aðili getur mælt með með góðri samvisku.“ Hann tekur fram að hann hafi mikla samúð með þeim sem búa í hjólhýsabyggðinni. Hann bætir við: „Það hefur staðið til í tíu mánuði að finna staðsetningu. Það hefur ekkert gerst. Það er ekkert í sjónmáli. Við vitum ekkert hvort það verður af þessari staðsetningu hérna. Ég veit að íbúar eru ekki hlynntir þessu. Þetta er bara algjört vandræðamál og sorglegt. Það á ekki að gefa þessum einstaklingum falskar vonir.“
Hjólhýsabyggð í Reykjavík Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira