Erlent

Eldar í nær öllum hverfum eftir á­rásir Rússa á Kænugarð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
íbúar bíða utandyra eftir skilaboðum um að öllu sé óhætt.
íbúar bíða utandyra eftir skilaboðum um að öllu sé óhætt. Getty/Libkos/Kostiantyn Liberov

Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Eldar kviknuðu víða um borgina og að minnsta kosti ellefu særðust. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahús, þeirra á meðal þunguð kona og einn í lífshættu.

Loftvarnir voru virkjaðar og miklar sprengingar heyrðust víða. Ef marka má Guardian standa árásirnar enn yfir og fólki hefur verið sagt að leita skjóls og halda sig þar. Þá hefur verið varað við því að vatn og rafmagn kunni að fara af.

Viðbragðsaðilar bregðast við útkalli.Getty/Libkos/Kostiantyn Liberov

Fregnir hafa borist af því að gerðar hafi verið árásir á fjölbýlishús í fjölda hverfa og myndir á samfélagsmiðlum sýna elda og brak á götum. Svo virðist sem notast hafi verið við bæði eldflaugar og dróna í árásunum.

Á stórhöfuðborgarsvæðinu voru árásir gerðar bæði á innviði og heimili, samkvæmt staðaryfirvöldum. 

Loftvarnakerfi borgarinnar voru virkjuð og sjást á myndinni ef vel er að gáð.Getty/Libkos/Kostiantyn Liberov



Fleiri fréttir

Sjá meira


×