Innlent

Stolinn köttur, nágrannaerjur og ung­menni til vand­ræða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Verkefni lögreglu voru nokkuð fjölbreytt á vaktinni í gærkvöldi og nótt. 
Verkefni lögreglu voru nokkuð fjölbreytt á vaktinni í gærkvöldi og nótt.  Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem einn er grunaður um líkamsárás.

Þá bárust tilkynningar um ungmenni sem hótuðu öðrum ungmennum með hníf og ungmenni sem voru sögð hafa ráðist á einstakling á strætóstoppistöð. Bæði mál eru í rannsókn.

Lögregla kom einnig að slagsmálum á bar, þar sem einn er grunaður um líkamsárás. Þá bárust tilkynningar um einstaklinga sem voru að reyna að komast inn í bifreiðar og taka í hurðarhúna í iðnaðarhverfi.

Lögregla kom einnig til aðstoðar þegar tilkynnt var um stolin kött, endurheimti köttinn og skilaði til eiganda. Þá var tilkynnt um rúðubrot í heimahúsi, þar sem grjóti var kastað í gegnum glugga, og pari í annarlegu ástandi vísað á brott úr verslun í miðbæ Reykjavíkur.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×