Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 19:23 Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslands í kvöld. Aziz Karimov Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira