Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. nóvember 2025 16:15 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms. „Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira