Lífið

Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjöl­skylduna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Magga heldur úti vefsíðunni helgamagga.is.
Helga Magga heldur úti vefsíðunni helgamagga.is.

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó nýverið ljúffengt fiski-takkó. Hún segir réttinn hafa fallið vel í kramið hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Spennandi fiski-takkó

Innihald:

  • Ýsuflök- magn eftir þinni fjölskyldu
  • Litlar tortillu kökur 3-4 stk á mann
  • Taco krydd
  • Tvær límónur
  • Rauðkálshaus lítill
  • 1 dl grísk jógúrt
  • Paprika
  • Blaðlaukur
  • 1 - 2 msk olía á fiskinn
  • Salt og pipar
  • Chilli mayo 
  • Mango mayo 
  • Sprettur sem skraut (má sleppa)
  • Kóríander og ferskt chillí (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á  því að skera fiskinn í bita og raða á ofnplötu með olíu og takkó-kryddi.
  2. Eldið fiskinn við 185 gráður í 20 mínútur.
  3. Þá er að útbúa hrásalatið. Skerið rauðkál í örþunnar ræmur, helst með mandolíni en einnig hægt að nota grænmetisflysjara, eða jafnvel ostaskera.
  4. Skerið blaðlauk og papriku í þunnar ræmur og kreistið límónu yfir. 
  5. Blandið grískri jógúrt saman við og hrærið öllu saman. 
  6. Magnið af grísku fer eftir smekk. Ég byrjaði á því að setja fimm msk en bætti svo tveimur msk við.
  7. Hitið vefjurnar örlítið áður en þær eru bornar fram. 
  8. Raðið vefjunum saman. Setjið hrásalat, fisk og fyrir þá sem vilja er gott að setja chillí, koríander og sprettur.
  9. Toppið í loin með chilli- eða mango mayo sósu. Einnig mætti setja salsa sósu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.