Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Aron Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2025 18:42 Andrea Jacobsen hleður í skot VÍSIR / PAWEL Íslenska landsliðskonan í handbolta, Andrea Jacobsen, er nú í kapphlaupi við tímann til þess að reyna komast með Íslandi á HM sem hefst undir lok mánaðarins. Í síðustu viku var landsliðshópur Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót í Þýskalandi opinberaður og var þar að finna sextán leikmenn, þar á meðal Andreu sem er einn reynslumesti leikmaður landsliðsins með 66 landsleiki að baki og 116 mörk. Hins vegar er greint frá því á vefsíðunni handbolti.is í dag að Andrea hafi orðið fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe á föstudaginn síðastliðinn. Sjálf staðfestir Andrea tíðindin í samtali við handbolti.is en í ljós kom á mánudaginn, við nánari skoðun lækna á meiðslunum, að liðband í ökkla væri slitið. Nú væri bara að bíða og vonast til þess að batinn væri góður á næstu vikum. Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi þann 16.nóvember næstkomandi og er fyrsti leikur liðsins á HM sjálfur opnunarleikur mótsins gegn Þýskalandi þann 26.nóvember. Serbía og Úrúgvæ eru einnig í riðlinum, sem verður spilaður í Stuttgart. Í frétt handbolti.is er einnig haft eftir Arnari Péturssyni, landsliðsþjálfara, að hann útiloki ekki þátttöku Andreu með landsliðinu á HM. Hann reiknar hins vegar með því að bæta sautjánda leikmanninum við hópinn. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Í síðustu viku var landsliðshópur Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót í Þýskalandi opinberaður og var þar að finna sextán leikmenn, þar á meðal Andreu sem er einn reynslumesti leikmaður landsliðsins með 66 landsleiki að baki og 116 mörk. Hins vegar er greint frá því á vefsíðunni handbolti.is í dag að Andrea hafi orðið fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe á föstudaginn síðastliðinn. Sjálf staðfestir Andrea tíðindin í samtali við handbolti.is en í ljós kom á mánudaginn, við nánari skoðun lækna á meiðslunum, að liðband í ökkla væri slitið. Nú væri bara að bíða og vonast til þess að batinn væri góður á næstu vikum. Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi þann 16.nóvember næstkomandi og er fyrsti leikur liðsins á HM sjálfur opnunarleikur mótsins gegn Þýskalandi þann 26.nóvember. Serbía og Úrúgvæ eru einnig í riðlinum, sem verður spilaður í Stuttgart. Í frétt handbolti.is er einnig haft eftir Arnari Péturssyni, landsliðsþjálfara, að hann útiloki ekki þátttöku Andreu með landsliðinu á HM. Hann reiknar hins vegar með því að bæta sautjánda leikmanninum við hópinn.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira