Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2025 06:28 Tim Kaine var meðal öldungadeildarþingmanna Demókrataflokksins sem greiddi atkvæði með frumvarpinu. Sagðist hann gera það með hagsmuni opinberra starfsmanna í huga. Getty/Bill Clark Átta þingmenn Demókrataflokksins í öldungadeild bandaríska þingsins greiddu atkvæði með Repúblikönum þegar gengið var til atkvæðagreiðslu í gærkvöldi um að taka fyrir frumvarp til að greiða fyrir opnun alríkisins. Alríkið hefur verið ófjármagnað og þar með „lokað“ í um 40 daga og er lokunin farin að hafa veruleg áhrif á þúsundir opinberra starfsmanna sem hafa verið sendir í launalaust leyfi. Þá hefur það staðið fyrir dyrum að milljónir verði af mataraðstoð og samgöngur fari í hnút vegna aðgerða á fjölda flugvalla landsins. Enn á eftir að taka frumvarpið formlega fyrir í öldungadeildinni og greiða um það atkvæði í fulltrúadeildinni, þar sem margir Demókratar eru fjúkandi reiðir yfir ákvörðun kollega sinna í efri deildinni að gefa eftir. Demókratar höfðu fram að þessu neitað að greiða fyrir nýjum fjárlögum nema með loforði frá Repúblikönum um að framlengja niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir milljónir Bandaríkjamanna, sem renna annars út í árslok. Demókratar hafa staðið nokkuð þétt saman, enda hafa skoðanakannanir sýnt að þrátt fyrir tilraunir Donald Trump Bandaríkjaforseta og þingmanna Repúblikanaflokksins til að kenna Demókrötum um lokunina, séu flestir á því að þar sé Repúblikönum sjálfum um að kenna. Enda ráða þeir bæði ríkjum í Hvíta húsinu og báðum þingdeildum. Demókratarnir átta sem greiddu atkvæði með frumvarpinu í gærkvöldi virðast hafa gefið eftir án þess að hafa nokkuð fast í hendi um framhaldið, nema vilyrði fyrir því að atkvæðagreiðsla fari fram í desember um að framlengja greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkratryggingum um eitt ár. Ljóst þykir að málið yrði fellt af meirihluta Repúblikana í þinginu. Frumvarpið sem samþyktt var í gær með 60 atkvæðum gegn 40 felur í sér fjármögnun ríkisins út janúar 2026. Þá verða opinberir starfsmenn sem sagt var upp í kjölfar lokunarinnar endurráðnir og starfsmenn í leyfi fá greitt aftur í tímann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Alríkið hefur verið ófjármagnað og þar með „lokað“ í um 40 daga og er lokunin farin að hafa veruleg áhrif á þúsundir opinberra starfsmanna sem hafa verið sendir í launalaust leyfi. Þá hefur það staðið fyrir dyrum að milljónir verði af mataraðstoð og samgöngur fari í hnút vegna aðgerða á fjölda flugvalla landsins. Enn á eftir að taka frumvarpið formlega fyrir í öldungadeildinni og greiða um það atkvæði í fulltrúadeildinni, þar sem margir Demókratar eru fjúkandi reiðir yfir ákvörðun kollega sinna í efri deildinni að gefa eftir. Demókratar höfðu fram að þessu neitað að greiða fyrir nýjum fjárlögum nema með loforði frá Repúblikönum um að framlengja niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir milljónir Bandaríkjamanna, sem renna annars út í árslok. Demókratar hafa staðið nokkuð þétt saman, enda hafa skoðanakannanir sýnt að þrátt fyrir tilraunir Donald Trump Bandaríkjaforseta og þingmanna Repúblikanaflokksins til að kenna Demókrötum um lokunina, séu flestir á því að þar sé Repúblikönum sjálfum um að kenna. Enda ráða þeir bæði ríkjum í Hvíta húsinu og báðum þingdeildum. Demókratarnir átta sem greiddu atkvæði með frumvarpinu í gærkvöldi virðast hafa gefið eftir án þess að hafa nokkuð fast í hendi um framhaldið, nema vilyrði fyrir því að atkvæðagreiðsla fari fram í desember um að framlengja greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkratryggingum um eitt ár. Ljóst þykir að málið yrði fellt af meirihluta Repúblikana í þinginu. Frumvarpið sem samþyktt var í gær með 60 atkvæðum gegn 40 felur í sér fjármögnun ríkisins út janúar 2026. Þá verða opinberir starfsmenn sem sagt var upp í kjölfar lokunarinnar endurráðnir og starfsmenn í leyfi fá greitt aftur í tímann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila