Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2025 18:33 Ég geri ráð fyrir því að allir myndu svara þeirri spurningu neitandi, án umhugsunar. Að sjálfsögðu. Það vill engin mannvera vera lögð í einelti og engin ætti að þurfa að verða fyrir því. Í nokkra áratugi hefur verið markvisst unnið gegn einelti í skólum landsins og er þeim skylt samkvæmt lögum að hafa aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Þrátt fyrir það hefur einelti ekki minnkað hér á landi eins og niðurstöður rannsókna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar á vegum Háskóla Íslands gefa til kynna. Auk þess hefur aukist að einelti fari fram í gegnum samfélagsmiðla og því er einelti ekki endilega bundið við ákveðnar aðstæður eins og í skóla eða frístundum heldur getur það farið fram hvar og hvenær sem er. Viðbragðsáætlanir gegn einelti veita starfsfólki skóla ákveðið verklag til að takast á við þau eineltismál sem koma upp en hins vegar er mikill skortur á forvörnum og áætlunum til að koma í veg fyrir einelti og að börn og ungmenni þurfi að upplifa þá hræðilegu vanlíðan sem einelti fylgir. Til að vinna í forvörnum þarf markvissa fræðslu. Leggja þarf áherslu á að efla tilfinningalegan og félagslegan þroska nemenda með markvissum hætti. Niðurstöður Pisa 2022 leiddu í ljós að íslensk ungmenni sýndu minni samvinnu og samkennd en meðaltal OECD ríkjanna. Mæld voru atriði eins og hversu hátt nemendur skoruðu á samkenndarkvarðanum þegar kom að því að hugga og hughreysta vin sem væri í uppnámi, hafa samúð með fólki sem býr við bágar aðstæður og geta séð hlutina frá sjónarhóli vina sinna. Á samvinnukvarðanum var metið hversu auðvelt nemendur höfðu með að vinna í hópi, láta sér lynda við annað fólk og virða ákvarðanir sem teknar eru af hópi. Þessar niðurstöður ættum við sem samfélag að taka alvarlega. Ef framtíðarkynslóð á erfitt með að sýna þessa mikilvægu eiginleika í mannlegum samskiptum er svo sannarlega þörf að bregðast við. Við eigum aldrei að sætta okkur við að einelti sé eitthvað sem er alltaf til staðar og spurningin sé bara hver verði svo óheppinn að verða fyrir því að hverju sinni. Þó einelti hefur líklega fylgt okkur mannskepnunni frá því við vorum frumstæðari og bjuggum í hellum réttlætir það ekki að við bregðumst ekki við skorti á samvinnu og samkennd sem getur aukið líkurnar á að einelti fái að þrífast. Þörfin fyrir að tilheyra er svo sterk og er ríkur þáttur í okkar félagslega heimi. Áður var það oft spurning upp á líf eða dauða hvort forfeður okkar fengu að tilheyra hópnum. Ef þeir skáru sig úr að einhverju leyti áttu þeir á hættu að vera útilokaðir úr hópnum og við frumstæðari lífsskilyrði gat það þýtt einangrun og færri möguleika til að komast af þar sem hópurinn þurfti lífsnauðsynlega á hvor öðrum að halda. Þó lífsskilyrði okkar hafa svo sannarlega breyst frá því að húsakynni okkar voru hellar heimsins, er enn ríkjandi hjá okkur þessi þörf fyrir að tilheyra. Ef við finnum fyrir einhverju óöryggi í einum af þeim félagslegu hópum sem við tilheyrum, fara sumir þá leið að upphefja sjálfan sig til að tryggja eigin stöðu enn frekar og benda á veikleika hjá einhverjum öðrum sem athyglin beinist þá að. Þannig fela einstaklingar eigið óöryggi en eru tilbúnir að fórna einhverjum öðrum um leið. Ef ofan á það skorti samkennd með öðrum og lítil hæfni eða vilji til samvinnu eigum við ekki von á góðu. Við þekkjum öll einhver dæmi um hversu hræðilega alvarlegar afleiðingar einelti getur haft í för með sér. Það getur haft bein áhrif á lífsgæði, lífsviðhorf, félagslega stöðu, heilsufar og fleira til lengri tíma ef ekki er unnið markvisst úr því. Minna hefur verið fjallað um fjárhagsleg áhrif eineltis sem geta einnig verið mikil. Lilja D Alfreðsdóttir, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra, benti á árið í grein í Morgunblaðinu árið 2019 að Í Svíþjóð fór fram mat á kostnaði sem samfélagið verður fyrir vegna eineltis. Miðað var við eitt ár af einelti og afleiðingar þess næstu 30 ár á eftir. Áætlað var að samfélagslegur kostnaður næmi rúmlega 50 milljónum króna miðað við tíðni eineltis fyrir grunnskóla með 300 nemendur. Lilja nefndi að þær tölur næmu allt að átta milljörðum króna yfir slíkt 30 ára tímabil ef þær yrðu yfirfærðar á íslenskar aðstæður. Þetta eru þó eingöngu tölur og hvert mannslíf verður aldrei metið til fjár. Hins vegar er oft nauðsynlegt að setja fram kostnað til að þeir sem ráðstafa fjármagni og forgangsraða því átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti. Einelti á ekki að vera náttúrulögmál árið 2025. Við þurfum að leggja meiri áherslu á félags- og tilfinningalegan þroska barna og ungmenna og búa þeim öruggt umhverfi sem öllum líður vel í. En við fullorðna fólkið verðum líka að líta í eigin barm; hvernig umhverfi erum við að skapa börnunum? Hvernig fyrirmynd erum við í samskiptum við aðra? Ábyrgðin er okkar allra fullorðna fólksins í samfélaginu og skiptir þá engu máli hvaða hlutverki við gegnum; foreldrar, fjölskyldumeðlimir, kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar, stjórnmálafólk, fjölmiðlafólk eða jafnvel virkir í athugasemdum á vefmiðlum. Ábyrgðin er okkar allra að byggja upp sterka einstaklinga sem koma vel fram við alla í kringum sig, geta sýnt samkennd og samvinnu í verki og hafa trú á eigin getu. Það eiga öll börn þannig veganesti skilið og við eigum ekki bjóða neinum upp á einelti. Höfundur er grunnskólakennari og sérfræðingur í eineltismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Ég geri ráð fyrir því að allir myndu svara þeirri spurningu neitandi, án umhugsunar. Að sjálfsögðu. Það vill engin mannvera vera lögð í einelti og engin ætti að þurfa að verða fyrir því. Í nokkra áratugi hefur verið markvisst unnið gegn einelti í skólum landsins og er þeim skylt samkvæmt lögum að hafa aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Þrátt fyrir það hefur einelti ekki minnkað hér á landi eins og niðurstöður rannsókna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar á vegum Háskóla Íslands gefa til kynna. Auk þess hefur aukist að einelti fari fram í gegnum samfélagsmiðla og því er einelti ekki endilega bundið við ákveðnar aðstæður eins og í skóla eða frístundum heldur getur það farið fram hvar og hvenær sem er. Viðbragðsáætlanir gegn einelti veita starfsfólki skóla ákveðið verklag til að takast á við þau eineltismál sem koma upp en hins vegar er mikill skortur á forvörnum og áætlunum til að koma í veg fyrir einelti og að börn og ungmenni þurfi að upplifa þá hræðilegu vanlíðan sem einelti fylgir. Til að vinna í forvörnum þarf markvissa fræðslu. Leggja þarf áherslu á að efla tilfinningalegan og félagslegan þroska nemenda með markvissum hætti. Niðurstöður Pisa 2022 leiddu í ljós að íslensk ungmenni sýndu minni samvinnu og samkennd en meðaltal OECD ríkjanna. Mæld voru atriði eins og hversu hátt nemendur skoruðu á samkenndarkvarðanum þegar kom að því að hugga og hughreysta vin sem væri í uppnámi, hafa samúð með fólki sem býr við bágar aðstæður og geta séð hlutina frá sjónarhóli vina sinna. Á samvinnukvarðanum var metið hversu auðvelt nemendur höfðu með að vinna í hópi, láta sér lynda við annað fólk og virða ákvarðanir sem teknar eru af hópi. Þessar niðurstöður ættum við sem samfélag að taka alvarlega. Ef framtíðarkynslóð á erfitt með að sýna þessa mikilvægu eiginleika í mannlegum samskiptum er svo sannarlega þörf að bregðast við. Við eigum aldrei að sætta okkur við að einelti sé eitthvað sem er alltaf til staðar og spurningin sé bara hver verði svo óheppinn að verða fyrir því að hverju sinni. Þó einelti hefur líklega fylgt okkur mannskepnunni frá því við vorum frumstæðari og bjuggum í hellum réttlætir það ekki að við bregðumst ekki við skorti á samvinnu og samkennd sem getur aukið líkurnar á að einelti fái að þrífast. Þörfin fyrir að tilheyra er svo sterk og er ríkur þáttur í okkar félagslega heimi. Áður var það oft spurning upp á líf eða dauða hvort forfeður okkar fengu að tilheyra hópnum. Ef þeir skáru sig úr að einhverju leyti áttu þeir á hættu að vera útilokaðir úr hópnum og við frumstæðari lífsskilyrði gat það þýtt einangrun og færri möguleika til að komast af þar sem hópurinn þurfti lífsnauðsynlega á hvor öðrum að halda. Þó lífsskilyrði okkar hafa svo sannarlega breyst frá því að húsakynni okkar voru hellar heimsins, er enn ríkjandi hjá okkur þessi þörf fyrir að tilheyra. Ef við finnum fyrir einhverju óöryggi í einum af þeim félagslegu hópum sem við tilheyrum, fara sumir þá leið að upphefja sjálfan sig til að tryggja eigin stöðu enn frekar og benda á veikleika hjá einhverjum öðrum sem athyglin beinist þá að. Þannig fela einstaklingar eigið óöryggi en eru tilbúnir að fórna einhverjum öðrum um leið. Ef ofan á það skorti samkennd með öðrum og lítil hæfni eða vilji til samvinnu eigum við ekki von á góðu. Við þekkjum öll einhver dæmi um hversu hræðilega alvarlegar afleiðingar einelti getur haft í för með sér. Það getur haft bein áhrif á lífsgæði, lífsviðhorf, félagslega stöðu, heilsufar og fleira til lengri tíma ef ekki er unnið markvisst úr því. Minna hefur verið fjallað um fjárhagsleg áhrif eineltis sem geta einnig verið mikil. Lilja D Alfreðsdóttir, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra, benti á árið í grein í Morgunblaðinu árið 2019 að Í Svíþjóð fór fram mat á kostnaði sem samfélagið verður fyrir vegna eineltis. Miðað var við eitt ár af einelti og afleiðingar þess næstu 30 ár á eftir. Áætlað var að samfélagslegur kostnaður næmi rúmlega 50 milljónum króna miðað við tíðni eineltis fyrir grunnskóla með 300 nemendur. Lilja nefndi að þær tölur næmu allt að átta milljörðum króna yfir slíkt 30 ára tímabil ef þær yrðu yfirfærðar á íslenskar aðstæður. Þetta eru þó eingöngu tölur og hvert mannslíf verður aldrei metið til fjár. Hins vegar er oft nauðsynlegt að setja fram kostnað til að þeir sem ráðstafa fjármagni og forgangsraða því átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti. Einelti á ekki að vera náttúrulögmál árið 2025. Við þurfum að leggja meiri áherslu á félags- og tilfinningalegan þroska barna og ungmenna og búa þeim öruggt umhverfi sem öllum líður vel í. En við fullorðna fólkið verðum líka að líta í eigin barm; hvernig umhverfi erum við að skapa börnunum? Hvernig fyrirmynd erum við í samskiptum við aðra? Ábyrgðin er okkar allra fullorðna fólksins í samfélaginu og skiptir þá engu máli hvaða hlutverki við gegnum; foreldrar, fjölskyldumeðlimir, kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar, stjórnmálafólk, fjölmiðlafólk eða jafnvel virkir í athugasemdum á vefmiðlum. Ábyrgðin er okkar allra að byggja upp sterka einstaklinga sem koma vel fram við alla í kringum sig, geta sýnt samkennd og samvinnu í verki og hafa trú á eigin getu. Það eiga öll börn þannig veganesti skilið og við eigum ekki bjóða neinum upp á einelti. Höfundur er grunnskólakennari og sérfræðingur í eineltismálum.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun