Neytendur

Vél­menni leysir af­greiðslu­fólk Sante af hólmi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tæknin er að sögn fyrirsvarsmanna Sante hönnuð og forrituð á Íslandi. 
Tæknin er að sögn fyrirsvarsmanna Sante hönnuð og forrituð á Íslandi. 

Viðskiptavinir áfengisnetverslunarinnar Sante munu framvegis ekki hitta afgreiðslufólk þegar þeir sækja pantanir sínar í verslun fyrirtækisins. Eins konar vélmenni hefur nú leyst afgreiðslufólkið af hólmi. 

Í fréttatilkynningu frá Sante segir að tæknin sé sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. 

„Þessi nýja lausn gerir viðskiptavinum kleift að sækja pantanir sínar beint úr sjálfsafgreiðsluvél eftir að hafa verslað á netinu. Til að tryggja ábyrga sölu er innbyggt aldursstaðfestingarkerfi sem viðskiptavinir verða að nota til að sannreyna að þeir hafi náð löglegum áfengiskaupaaldri.“

Fram kemur að hin mannlausa netverslun, eins og hún er kölluð í fréttatilkynningu, sé að öllu leyti hönnuð og forrituð á Íslandi. Á eftirfarandi myndbandi má sjá hvernig nýja sjálfsafgreiðslukerfið virkar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×