Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2025 14:53 Shabana Mahmood er innanríkisráðherra Bretlands. Getty Shabana Mahmood innanríkisráðherra Bretlands vill fara dönsku leiðina í innflytjendamálum. Fulltrúar ráðuneytisins voru sendir til Danmerkur til að kynna sér kerfið þar. Danir eru með einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins hyggist Mahmood tilkynna um breytingarnar seinna í mánuðinum en fréttaflutningurinn hefur strax vakið harkaleg viðbrögð vinstrivængs Verkamannaflokksins. Flokkurinn sem fer með völdin í Bretlandi um þessar mundir er nokkuð klofinn í málaflokknum en með örri fylgisaukningu Nigels Farage og Endurbótaflokksins sjá ráðherrar þörfina á að bregðast við. Flóknar fjölskyldusameiningar Í Danmörku er gríðarlega ströng innflytjendalöggjöf líkt og fjallað hefur verið um. Flóttafólk fær þar yfirleitt aðeins tímabundið dvalarleyfi jafnvel þegar þau eru á flótta undan átökum. Jafnframt ákveða dönsk yfirvöld hvað teljist öruggur áfangastaður. Guardian bendir á að innanríkisráðuneytið hafi litið reglur Dana um fjölskyldusameiningar hýru auga. Þegar flóttamaður sem fengið hefur dvalarleyfi sækir um fjölskyldusameiningu fyrir maka sinn fer í gang flókið ferli. Báðir einstaklingar þurfa að vera eldri en 24 ára, einstaklingurinn sem sækir um leyfið má ekki hafa þegið bætur síðastliðin þrjú ár og einnig að leggja fram tryggingu fyrir kostnaði. Sömuleiðis þurfa báðir aðilar að standast dönskupróf. Málflutningur öfgahægrisins Þingmaður Verkamannaflokksins sem Guardian ræddi við var afdráttarlaus í gagnrýni sinni á fyrirætlanirnar. „Sósíaldemókratar [í Danmörku] hafa tekið til harkalegra ráðstafana í innflytjendamálum. Þeir hafa tileinkað sér málflutning öfgahægrisins,“ sagði Clive Lewis þingmaður. „Verkamannaflokkurinn þarf að saxa á fylgi Endurbótaflokksins en maður gerir það ekki með því að kasta atkvæðum frjálslyndra á glæ,“ sagði hann svo. Bretland Danmörk Innflytjendamál Flóttamenn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins hyggist Mahmood tilkynna um breytingarnar seinna í mánuðinum en fréttaflutningurinn hefur strax vakið harkaleg viðbrögð vinstrivængs Verkamannaflokksins. Flokkurinn sem fer með völdin í Bretlandi um þessar mundir er nokkuð klofinn í málaflokknum en með örri fylgisaukningu Nigels Farage og Endurbótaflokksins sjá ráðherrar þörfina á að bregðast við. Flóknar fjölskyldusameiningar Í Danmörku er gríðarlega ströng innflytjendalöggjöf líkt og fjallað hefur verið um. Flóttafólk fær þar yfirleitt aðeins tímabundið dvalarleyfi jafnvel þegar þau eru á flótta undan átökum. Jafnframt ákveða dönsk yfirvöld hvað teljist öruggur áfangastaður. Guardian bendir á að innanríkisráðuneytið hafi litið reglur Dana um fjölskyldusameiningar hýru auga. Þegar flóttamaður sem fengið hefur dvalarleyfi sækir um fjölskyldusameiningu fyrir maka sinn fer í gang flókið ferli. Báðir einstaklingar þurfa að vera eldri en 24 ára, einstaklingurinn sem sækir um leyfið má ekki hafa þegið bætur síðastliðin þrjú ár og einnig að leggja fram tryggingu fyrir kostnaði. Sömuleiðis þurfa báðir aðilar að standast dönskupróf. Málflutningur öfgahægrisins Þingmaður Verkamannaflokksins sem Guardian ræddi við var afdráttarlaus í gagnrýni sinni á fyrirætlanirnar. „Sósíaldemókratar [í Danmörku] hafa tekið til harkalegra ráðstafana í innflytjendamálum. Þeir hafa tileinkað sér málflutning öfgahægrisins,“ sagði Clive Lewis þingmaður. „Verkamannaflokkurinn þarf að saxa á fylgi Endurbótaflokksins en maður gerir það ekki með því að kasta atkvæðum frjálslyndra á glæ,“ sagði hann svo.
Bretland Danmörk Innflytjendamál Flóttamenn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira